Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D Fæddur til að fækka tárum. KÁINN. Ævi og ljóð Jón Hjaltason Kristján Níels Jónsson, Káinn; eina íslenska kímniskáldið, orðsnjall og orðleikinn – gæddur náðargáfu – glímdi þó alla ævi við sálar-skugga. Fæddur 1859 á Akureyri. Fluttist 19 ára til Ameríku. Saga Káins er um leið saga Vestur-Íslendinga sögð af glettnislegum sjónarhóli skáldsins sem orti: En undarlegast atvik samt ég tel að Íslendingur skyldi frjósa í hel. 372 bls. Völuspá útgáfa E Hallgr. Hallgrímsson Hallgr. Hallgrímsson I Hallgr. Hallgrímsson II Ólafur Grímur Björnsson Einn af stofnendum KFÍ, nam við skóla Kominterns í Moskvu; barðist á Spáni, – og með íslenzkum verkalýð á 4ða áratugi aldarinnar, unz stærstu sigrunum var náð. Ritstýrði málgögnum æskulýðshreyfingarinnar, Rauða fánanum , Landnemanum . Átökin kostuðu langa fangelsisvist. Hallgrímur var dæmdur fyrir landráð og sagður útlagi í þjóðfélaginu, þegar hann fórst úti fyrir Austurlandi 1942. 182/280 bls. Ólafur Grímur Björnsson D Heiman heim Finnur Torfi Hjörleifsson Uppistaðan í þessari litlu bók eru bréf, flest aðventu- eða jólabréf til barna og vandamanna höfundar, en nokkur þó til vinar um staði og stundir höfundar heima í Borgarfirði. Tvær frásagnir eru frá sögufrægum borgum í Þýskalandi. Efnið er margvíslegt, um ljósið og vatnið og unaðsstundir. 84 bls. Skrudda D F Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur verið hvirfilbylur í íslensku tónlistarlífi. En lífsganga hans hefur verið sannkölluð rússibanareið. Sóli Hólm skrifar af blússandi krafti en sýnir líka strákinn á bak við ímyndina í einlægri og stórskemmtilegri bók. 238 bls. Bjartur D Ellert Endurminningar Ellerts B. Schram Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Óþarft er að kynna landsliðsfyrirliðann, KR-inginn, alþingismanninn og ritstjórann Ellert B. Schram. Hann hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert rekur hér lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókina prýðir fjöldi mynda. 271 bls. Skrudda E Fjallakúnstner segir frá Pjetur Hafstein Lárusson Fjallakúnstnerinn Stefán frá Möðrudal – rótlaust lífstré kynborins sonar íslenskra öræfa hefur víða farið og fæstir hafa gert sér grein fyrir kjörviði undir hrjúfum berkinum. Listsköpun Stefáns ber svip hrikalegrar náttúru Möðrudalsöræfa, oft í tröllslíki. Hér birtist á nýjan leik samtalsbók Pjeturs Hafstein Lárussonar við Stefán frá Möðrudal, einn merkasta fulltrúa íslenskrar alþýðumenningar á síðustu öld. 143 bls. Skrudda D Frjáls eins og fuglinn Ný útgáfa MatsWibe Lund Í þessari bók rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sínar en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meira en 60 ár. 215 bls. Skrudda D F Fyrir augliti Dagatal Úlfar Þormóðsson Úlfar Þormóðsson hélt dagbók á árunum 2018 og 2019, alls 730 færslur. Sviðið er miðbær Reykjavíkur og samfélag Íslendinga suður í höfum – en kannski mest andi Úlfars sem fer með lesendur í óvænt ferðalög um hugmyndir og atburði líðandi stunda. Úlfar er er á margan hátt elsta ungskáld Íslands. 340 bls. Veröld 53 Ævisögur og endurminningar www.boksala.is Komdu til okkar á Háskólatorg eða pantaðu á www.boksala.is Heimsendingartilboð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==