Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Vatnaleiðin Óskar Árni Óskarsson Myndir: Einar Falur Ingólfsson Árið 2009 dvaldi Óskar Árni Óskarsson um sex mánaða skeið sem gestalistamaður í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Hann hélt dagbók flesta daga sem hér birtist nú á prenti í endurskoðaðri útgáfu. Bókin hefur að geyma lýsingar á því sem fyrir augu bar þessa mánuði, hugleiðingar og ljóð og ljósmyndir sem Einar Falur Ingólfsson tók á vordögum 2018. 120 bls. Benedikt bókaútgáfa D  ​ Vigdís Jack Sveitastelpan sem varð prestsfrú Gyða Skúladóttir Flinker Eiginkona – mamma – amma – langamma – systir – vinkona – barnakerling – vinnuþjarkur – ævintýramenneskja – Dísa – Munda – Mrs. Jack. Þetta eru aðeins nokkur af þeim nöfnum sem fylgt hafa Vigdísi Jack á langri ævi – á Akranesi, í Grímsey, Vesturheimi, á Tjörn á Vatsnesi og í Kópavogi. Einlæg og lifandi frásögn um viðburðaríka ævi á miklum breytingatímum. 240 bls. Ugla G  ​ Það er alveg satt! Lífshlaup og starf kristniboðanna Kjellrunar Langdal og Skúla Svavarssonar Vigfús Ingvar Ingvarsson Ótrúlegar sögur vekja spurningar, gjarnan þá hvort þær séu sannar. Þannig var oft með Skúla er hann sagði frá reynslu sinni á kristniboðsakrinum. Vigfús Ingvar Ingvarsson rekur lífsferil þeirra hjóna en þau hafa víða komið við og lagt mikið af mörkum. Persónusaga þeirra hjóna er ramminn sem fyllt er inn í með fræðandi efni er gefur góða heildarmynd. Fjöldi mynda er í bókinni. 262 bls. Salt ehf. útgáfufélag G  ​ Sögur handa Kára Ólafur Ragnar Grímsson Þegar Kári Stefánsson leitar ráða hjá Ólafi Ragnari vegna kynna hans af Kínverjum bregður sá síðarnefndi á það ráð að segja sögur. Í kjölfar farsóttarinnar gafst tóm til frekari skrifta, sögurnar urðu því ennþá fleiri og tóku til fleiri heimshorna. Ólafur segir frá kynnum sínum af áhrifafólki og aðkomu að brýnum verkefnum. Úr verður sagnasveigur sem er í senn stórskemmtilegur og stórfróðlegur. 240 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? Halla Birgisdóttir Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? er persónuleg myndræn frásögn um reynslu höfundar af því að missa tökin á raunveruleikanum og fara í geðrof. Bókin styðst við samspil teikninga og texta til þess að skapa heildstætt sjálfsævisögulegt bókverk. Hún er einhvers staðar á milli þess að vera hefðbundin sjálfsævisaga og myndlist. 160 bls. IYFAC D  ​ Úr hugarfylgsnum augnlæknis Minningabrot augnlæknis Ingimundur Gíslason Á langri ævi ber margt til tíðinda. Hrífandi frásagnir Ingimundar Gíslasonar færa lesandanum tíðarandann á seinni helmingi tuttugustu aldar í ljóslifandi minningabrotum. Ingimundur Gíslason augnlæknir á að baki langan og farsælan starfsferil, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Í blöðum og tímaritum hafa birst eftir hann greinar um ýmis málefni. 168 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 55 Ævisögur og endurminningar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==