Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Sumac Þráinn Freyr Vigfússon Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Miðausturlanda og Norður- Afríku. Framandi krydd, eldur, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac. Bókin er vegleg skyldueign ástríðufulla heimiliskokksins. 240 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi D  ​ Uppskriftabók Lillu frænku Edda Björgvinsdóttir og Viðar Björgvins (Jónsson) Edda Björgvins man enn matinn sem Lilla frænka í Ameríku eldaði upp úr húsmæðraskólabókinni sinni eftir áratuga búsetu vestanhafs. Þegar Viðar sonur Lillu dró fram gamla fjársjóðinn hennar mömmu og stakk upp á að þau leyfðu fleirum að njóta varð ekki aftur snúið. Hér má finna andblæ liðins tíma í uppskriftum að 70–80 ára gömlum réttum sem eitt sinn voru á allra borðum. 104 bls. Forlagið – Iðunn G  ​ Vegan – Eldhús grænkerans Rose Gliver og Laura Nickoll Þessi einstaka bók leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafæði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkeramatartegundir – þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram. Hér kynnist þið öllu því sem vita þarf um þetta mataræði.T.d.: HVAÐA FÆÐUTEGUNDIR GETA KOMIÐ Í STAÐ KJÖTS OG MJÓLKUR, HVERNIG SKIPULEGGJA MÁ SKYNSAMLEGAR MÁLTÍÐIR, AUK GRUNNUPPSKRIFTA OG NÆRINGARTAFLNA. 176 bls. Bókaútgáfan Hólar Matur og drykkur D  ​ Bakað með Elenoru Rós Elenora Rós Georgesdóttir Eldmóður Elenoru og ást hennar á bakstri skín í gegn í þessari einstöku bók sem inniheldur aragrúa ómótstæðilegra uppskrifta; allt frá einföldum súrdeigsbakstri, frönsku fínheitabakkelsi, berlínarbollum, súkkulaðivafningum, kleinuum, brauðréttum og samlokum sem slá í gegn. Edda útgáfa D  ​ Kökur Linda Ben Linda Ben hefur notið mikilla vinsælda fyrir ljúffengar uppskriftir sem hafa slegið í gegn á netinu og á samfélagsmiðlum. Kökur er fyrsta bók Lindu en hún hefur að geyma fjölda uppskrifta að dýrindis kökum, eftirréttum og bakkelsi fyrir öll tilefni. Þá má einnig finna vel varðveitt leyndarmál úr eldhúsi fjölskyldunnar og gagnleg ráð fyrir bakstur og veisluhöld. 184 bls. Fullt tungl G I  ​ Pottur, panna og Nanna Nanna Rögnvaldardóttir Í steypujárnspottum og -pönnum má elda næstum hvað sem er eins og sést á ótrúlega fjölbreyttum uppskriftum í þessari bók. Hér eru hægeldaðar steikur, pottréttir, brauð, snöggsteiktir og djúpsteiktir réttir, sætar kökur, súpur, meðlæti og margt annað. Einnig er fjallað ítarlega um val, meðferð og umhirðu á steypujárni og kosti þess við eldamennsku af öllu tagi. 239 bls. Forlagið – Iðunn 56

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==