Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ Almanak HÍÞ ásamt Árbók Jón Árni Friðjónsson Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals inniheldur almanakið margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang himintungla, helstu fyrirbæri á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og tímabelti heimsins. Einnig er hér yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja o.fl. Að vanda fylgir Árbók um helstu viðburði ársins 2019. 120 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Andvari 2020 Ritstj.: Ármann Jakobsson 145. árgangur tímaritsins Andvara en hinn 62. í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra eftir Þórólf Þórlindsson. Aðrir höfundar Andvara eru Lára Magnúsardóttir, Steinunn Inga Óttarsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Arngrímur Vídalín, Páll Björnsson og Markus Meckl. Háskólaútgáfan E  ​ Annáll um líf í annasömum heimi Ólafur Páll Jónsson Annáll um líf í annasömum heimi fjallar um líf einnar manneskju, líf sem er sérstakt og engu öðru líkt en um leið svo hversdagslegt að hér er varla nokkuð sem aðrir kannast ekki við. Í tólf köflum og jafn mörgum kvæðum fer Ólafur Páll Jónsson með lesandann í ferðalag þar sem lágstemmdur hversdagsleikinn og grimmustu áskoranir samtímans fléttast saman í heimspekilegum hugleiðingum um stöðu okkar í samtímanum. Bókin er skreytt vatnslitamyndum eftir Ásu Ólafsdóttur. 166 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E ​ F  ​ Arfur Stiegs Larsson Lykillinn að morðinu á Olof Palme Jan Stocklassa Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir og Páll Valsson Stieg Larsson, þekktasti glæpasagnahöfundur heims, rannsakaði morðið á Olof Palme. Þessi bók er einstök lýsing á raunverulegum atburðum, og geymir auk þess fjölda áður óbirtra skrifa Stiegs sem kallast á við Millennium-þríleik hans. „Heillandi úttekt og sannfærandi frásögn.“ Wall Street Journal 439 bls. Bjartur D  ​ Augljóst en hulið Að skilja táknheim kirkjubygginga Sigurjón Árni Eyjólfsson Í þessari bók leiðir höfundur okkur í gegnum sögu kirkjubygginga, en í stað þess að einblína á byggingarlist opnar hann augu lesandans fyrir dýpri merkingu kirkjurýmisins á nýstárlegan hátt. Augljóst en hulið er í senn hagnýtt uppflettirit fyrir allt áhugafólk um kirkjur og vandað fræðirit fyrir alla sem vilja rannsaka guðfræðilegan merkingarheim kirkjubygginga. 256 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið Fræði og bækur almenns efnis G ​ F  ​ 800-fastan Michael Mosley Þýð.: Guðni Kolbeinsson Hér byggir metsöluhöfundurinn Michael Mosley á nýjustu vísindarannsóknum um þyngdartap og lotubundnar föstur, blóðsykur og meltingu. Í bókinni er fjöldi girnilegra uppskrifta og leiðbeiningar um hvernig má laga þær að eigin smekk og markmiðum, auk matseðla sem auðvelda fólki að skipuleggja mataræðið. 280 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G  ​ Afmælisrit til heiðurs dr. Sigrúnu Júlíusdóttur Af neista verður glóð Vísindi og vettvangur í félagsráðgjöf Ritstj.: Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Harðardóttir Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er frumkvöðull sem sett hefur mark sitt á þróun íslensks samfélags og velferðarmála, bæði á hinum starfstengda vettvangi og á sviði fræðaiðkunar. Rannsóknarsvið hennar er víðfeðmt og spannar m.a. fjölskyldumál og samskipti, barna- og fjölskylduvernd og rannsóknir og þróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu. Í þessu safni greina eftir ólíka sérfræðinga og fagmenn er fjallað ummörg þessara efna. 302 bls. Háskólaútgáfan D ​ C  ​ Afnám haftanna – Samningar aldarinnar? Sigurður Már Jónsson Afnám fjármagnshaftanna, sem sett voru á í kjölfar falls bankanna 2008, er stórmerkileg saga sem fjölmargir komu að. Íslendingar hafa aldrei átt jafn mikið undir samningamönnum sínum og þegar samið var við kröfuhafana. Afar fróðleg bók þar sem Sigurður Már Jónsson, fyrrum upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, fer yfir hvað gerðist á bak við tjöldin. 344 bls. Almenna bókafélagið E  ​ Almanak Háskóla Íslands 2021 Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals inniheldur almanakið margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang himintungla, helstu fyrirbæri á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og tímabelti heimsins. Einnig er hér yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um dvergreikistjörnur og hvort líf sé á reikistjörnunni Mars. 96 bls. Háskólaútgáfan 57

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==