Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D ​ F  ​ Brimaldan stríða Örlagarík skipströnd við Ísland Steinar J. Lúðvíksson Í þessari mögnuðu bók segir frá nokkrum af örlagaríkustu skipströndum sem orðið hafa við Ísland. Með fyrstu togurunum fjölgaði í áhöfnum og manntjónið varð enn meira. Steinar J. Lúðvíksson er manna fróðastur um sjóslysasögu Íslands og er höfundur stórvirkisins Þrautgóðir á raunastund. 304 bls. Veröld G  ​ Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár Árni Matthíasson Bubbi Morthens hefur verið þjóðargersemi frá því hann kvaddi sér hljóðs með Ísbjarnarblús árið 1980 og markaði þar með nýtt upphaf í íslenskri dægurtónlist. Árni Matthíasson rekur hér ævintýralegan tónlistarferil hans og byggir á samtímaheimildum og viðtölum við fjölda fólks – þar á meðal Bubba sjálfan. Sagan er sögð í beinskeyttum texta og aragrúa ljósmynda. 272 bls. Forlagið – JPV útgáfa E  ​ Byltingin svikin Leon Trotsky Þýð.: Erlingur Hansson Byltingin svikin er eitt af merkustu verkum Trotskys. Í þessari bók, sem hann ritaði árið 1936, gerir hann grein fyrir því hvernig Sovétríkin höfðu þróast á þeim 19 árum sem liðin voru frá októberbyltingunni. 280 bls. Skrudda D  ​ Bænabókin Karl Sigurbjörnsson, biskup Bænabókin – ný og ítarlegri útgáfa er í samantekt og ritstjórn Karls Sigurbjörnssonar biskups. Þessi bók er hugsuð sem förunautur á vegi bænar og trúarlífs, leiðsögn í bænalífi, leiðbeiningar um það hvernig dýpka má og þroska trúarlíf sitt. Hún geymir mikinn fjölda bæna gamalla og nýrra og úr ýmsum áttum, allt frá fyrstu tíð kristninnar og til okkar daga. 596 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið D  ​ Bærinn sem hvarf í ösku og eldi 1362 Bjarni F. Einarsson Í þessari bók fjallar Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur á Fornleifafræðistofunni um ýmsar hamfarir, einkum eldgos, sem mannkynið hefur mátt þola í aldanna rás og um áhrif þeirra á menningu og mannlíf. Í brennidepli er miðaldabýlið Bær í Öræfum sem fór í eyði á augnabliki árið 1362 þegar Öræfajökull gaus sínu stóra gosi. Gosið var af sama meiði og gosið í Vesúvíusi árið 79 e.Kr. en það eyddi Pompei og fleiri borgum á Ítalíu. 319 bls. Skrudda G  ​ Á fjarlægum ströndum Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Ritstj.: Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir Safn greina eftir 14 höfunda um samskipti Spánar og Íslands í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobsveginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við Íslandsstrendur, gömlum orðasöfnum, saltfisksölu, ís- lenskum sjálfboðaliðum í spænsku borgarastyrjöldinni, íslenskum gítarnemum, sólarlandaferðum, spænskukennslu á Íslandi, þýðingum bókmenntaverka, lántökuorðum o.fl. Einnig eru minningabrot Spánverja og Íslendinga í bókinni. 250 bls. Háskólaútgáfan E  ​ Álabókin Sagan um heimsins furðulegasta fisk Patrik Svensson Þýð.: Þórdís Gísladóttir Állinn er leyndardómsfyllsti fiskur veraldar. Aristóteles og Sigmund Freud reyndu árangurslaust að öðlast skilning á tilvist álsins, en þessi dularfulla lífvera er enn ráðgáta og nú óttumst við að hann verði útdauða. Bók um þekkingarleit, lífið sjálft, hvernig á að lifa því og áskorunina sem bíður okkar allra; að deyja. Álabókin hlaut Sænsku bókmenntaverðlaunin 2019. 256 bls. Benedikt bókaútgáfa E ​ F  ​ Ástarsögur íslenskra karla Frásagnir úr raunveruleikanum Samant.: María Lilja Þrastardóttir, Rósa Björk Bergþórsdóttir og Bjarni Þorsteinsson Sögurnar eru af öllu tagi, úr lífi ungra manna og eldri, gagnkynhneigðra, samkynhneigðra og kynsegins. Sumar eru rómantískar, aðrar dálítið groddalegar, sumar fyndnar, aðrar sárar og sorglegar. En í öllum sögunum er ástin yfir og allt um kring í öllum sínum margbreytileika. 188 bls. Veröld D  ​ Birtingaljóð og laust mál Sigurður Ágústsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Sigurfinnur Sigurðsson og Ragnheiður Guðný Magnúsdóttir Bókin Birtingaljóð og laust mál geymir kveðskap og ritgerðir eftir feðginin Sigurð Ágústsson tónskáld, Ásthildi Sigurðardóttur húsfreyju í Birtingaholti og Sigurfinn Sigurðsson skrifstofumann á Selfossi. Í upphafi bókar er ritsmíð Ragnheiðar Guðnýjar Magnúsdóttur um Birtingaholt. Af öðrum greinum ber hæst samantekt Sigurðar um kórastarf í Hreppum. Eftir Ástríði eru skrif um vinnukonuna Kaju og Móeiði Skúladóttur. Þá eru í bókinni bernskuminningar Sigurfinns sem varð vegna berkla að liggja rúmfastur þrjú löng æskuár. 232 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G  ​ Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) Philippa Perry Þýð.: Hafsteinn Thorarensen Hvað stendur í vegi fyrir góðum tengslum við börn og hvað getur styrkt þau? Bókin hjálpar þér m.a. að skilja hvernig þitt eigið uppeldi hefur áhrif á þig, sættast við að þú munir gera mistök og hvað þú getur gert í þeim, brjóta á bak aftur neikvæð mynstur, vinna með tilfinningar, þínar eigin og barnsins þíns og skilja hvað mismunandi hegðun gefur til kynna. 252 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi 58 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==