Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Dýraríkið Örnólfur Thorlacius Yfirgripsmikið verk um dýrafræði í tveimur bindum, prýtt fjölda mynda. Í senn fræðslurit og uppflettirit um undirstöður dýrafræðinnar, flokkun og einkenni dýra af öllum stærðum og gerðum. Dýraríkið, sem hér kemur út í fyrsta sinn, er metnaðarfyllsta ritverk Örnólfs Thorlacius, kennara og alþýðufræðara, og ber vitni ævilangrar ástríðu höfundar fyrir viðfangsefninu. 838 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D  ​ Einvígi allra tíma Spassky vs. Fischer í Reykjavík 1972 Guðmundur G. Þórarinsson Einvígi allra tíma er ný bók þar sem Guðmundur G. Þórarinsson – forseti Skáksambands Íslands á tíma einvígisins – fjallar um hinn magnaða aðdraganda einvígisins og sögurnar úr innsta hring atburða á meðan á einvíginu stóð. Höfundur gerir einnig upp hinn einstæða eftirleik áranna eftir einvígið þar sem Spassky flúði heimalandið og Fisher endaði á Íslandi – landflótta og eftirlýstur. 308 bls. Einir útgáfa E  ​ Engin sóun Leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili Bea Johnson Þýð.: Þóra Margrét Þorgeirsdóttir Sorplaust líf er hugmyndafræði sem miðar að því að forðast alla sorpmyndun og sóun eins og frekast er mögulegt. Þessi bók býður upp á hagnýtar, þrautreyndar lausnir til að lifa innihaldsríkara, heilbrigðara og einfaldara lífi með sjálfbærum, sorplausum leiðum sem eru nú þegar fyrir hendi. Afþakka það sem við þurfum ekki, draga úr því sem við þurfum, endurnýta það sem við notum, endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, dregið úr eða endurnýtt og jarðgera afganginn. 368 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi G  ​ Faroese An Overview and Reference Grammar Ritstj.: Höskuldur Þráinsson o.fl . Bókin kemur nú út í nýrri prentun. Hún kom fyrst út árið 2004 en er löngu orðin sígild sem ýtarlegasta handbók um færeyska málfræði sem komið hefur út. Bókin fjallar um ólík svið færeyskrar málfræði en einnig um málsögu, stafsetningu og málstefnu. Þá er ýtarleg lýsing á færeyskum mállýskum í bókinni. 508 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Fegurðin er ekki skraut Íslensk samtímaljósmyndun Ritstj.: Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir Hér fjalla átta listfræðingar, sýningastjórar og aðrir fræðimenn um íslenska samtímaljósmyndun og setja í samhengi við alþjóðlega strauma. Í bókinni er jafnframt að finna fjölda ljósmynda eftir marga helstu ljósmyndara landsins. 328 bls. Fagurskinna A  ​ Dagbókin mín Lilja Gunnlaugsdóttir Dagbókin mín er til að æfa hugann í jákvæðni, þakklæti og seiglu. Dagbókin skýrir í máli og myndum hvernig heilinn virkar og hvernig er hægt að þjálfa hann í að hugsa jákvætt. Bókin inniheldur 65 daga dagbók sem fær einstaklinga til að hugsa um hvað þeir eru þakklátir fyrir, líðan þeirra og hegðun, auk verkefna til að auka skilning þeirra á tilfinningum og hvernig hægt er að setja sér markmið. 94 bls. Lilja Gunnlaugsdóttir E  ​ Dauði egósins Halldóra Sigurðardóttir Einstök bók sem skrifuð er handa öllum sem glíma við erfiðar aðstæður í lífinu. Í bókinni ber höfundur saman tvö ólík hugsanakerfi, annað sem hefur verið lengi við lýði í heiminum og hitt sem hefur dulist allt of lengi. Höfundur skoðar m.a. heim vísindanna, skammtafræðina, segulbylgjur og mikilvægi hjartans. Á athyglisverðan hátt tvinnar höfundur saman rökhyggju og huglæga upplifun. Með kærleikann að leiðarljósi er hægt að koma á nýrri heimssýn þar sem óttinn víkur fyrir friði og innra jafnvægi. 278 bls. Scribe, þýðingar og útgáfa G  ​ Draumaland Frá fæðingu til sex ára aldurs Arna Skúladóttir Stækkuð útgáfa hins geysivinsæla kjölfesturits höfundar um svefn og svefnvenjur 0-2 ára sem kom út á Íslandi 2006 og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Arna, sem er sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins, skoðar heim barna í ljósi svefnsins og fjallar um svefnvenjur, lundarfar, þroska, líðan barna og foreldrahlutverk. Hagnýt og fræðandi bók. 320 bls. Sögur útgáfa D  ​ Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn Draumar og veruleiki Stjórnmál í endursýn Kjartan Ólafsson Í þessu mikla riti er fjallað um lykilpersónur, átök og atburði í sögu Kommúnistaflokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins. Enginn hefur þar betri innsýn en Kjartan Ólafsson, sem þekkti persónulega flesta sem koma við sögu og lýsir þeim af fágætri hreinskilni. Bókina byggir hann á margvíslegum heimildum úr íslenskum og erlendum skjalasöfnum. 568 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Dýralíf John Maxwell Coetzee Þýð.: Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir Nóbelsverðlaunahöfundurinn John Coetzee beitir hér aðferðum rithöfundarins til að nálgast eina flóknustu og erfiðustu spurningu samtímans: Hvers vegna ættum við að halda áfram að meðhöndla dýr eins og sálarlausar vélar, án tilfinninga, án hugsunar og án réttinda? 224 bls. Hið íslenska bókmenntafélag 59 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==