Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Gosi Rene Cloke Þýð.: Steingrímur Steinþórsson Ævintýri handa börnum í fagurlega myndskreyttri útgáfu. 24 bls. Skrudda D  ​ Hæ Sámur GÓÐA NÓTT SÁMUR Jenny Landreth og Grant Orchard Þýð.: Elín G. Ragnarsdóttir Það er háttatími í Krílakoti og krílin eiga erfitt með að sofna. Eiga þau einhvern tíma eftir að sofna og fá SVEFN-MERKIÐ? Komdu og vertu með Sámi í þessari yndislegu sögu sem gleður öll lítil kríli, sérstaklega þegar þau fara að sofa. 22 bls. Drápa D  ​ Gréta og risarnir Zoë Tucker Þýð.: Anna Lea Friðriksdóttir Gréta býr í fallegum skógi en risar ógna heimkynnum hennar og dýranna. Þegar risarnir komu fyrst í skóginn hjuggu þeir niður tré til að byggja heimili. Svo hjuggu þeir niður fleiri tré til að byggja stærri heimili. Húsin urðu að bæjum og bæirnir urðu að borgum og nú er varla neinn skógur eftir. Gréta veit að hún þarf að hjálpa dýrunum sem búa í skóginum, en hvernig? Sagan er innblásin af Gretu Thunberg og aðgerðum hennar til að bjarga heiminum. 32 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi D ​ I  ​ Gunnhildur og Glói Guðrún Helgadóttir Myndir: Terry Burton og Úlfar Örn Valdimarsson Suma daga finnst Gunnhildi allt ljótt og leiðinlegt. En einn slíkan dag hittir hún Glóa álfastrák á leikskólalóðinni, hann leggur geislastein í lófa hennar og sýnir henni heiminn í nýju ljósi. Sagan af Gunnhildi og Glóa kom fyrst út árið 1985 og heillaði unga sem aldna. Hér er þessi sígilda saga Guðrúnar Helgadóttur loksins komin út að nýju. 32 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D  ​ Haninn og þröngu gallabuxurnar Jessie Miller og Barbara Bakos Þýð.: Ásmundur Helgason Haninn er svo spenntur þegar nýju, þröngu gallabuxurnar koma með póstinum; glansandi saumurinn, á gullsleginn hátt – og að koma við efnið; svo glæsilega blátt. En hvað skyldi öllum hinum dýrunum finnast um hið nýja og töfrandi útlit? 32 bls. Drápa D  ​ Farartæki – Lyftimyndir Harðspjaldabók þar sem eitthvað óvænt leynist undir hverjum flipa Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Getur rauði bíllinn komist að því hvaðan drunurnar koma? Með spennandi lyftimyndum á hverri opnu kemur þessi fjörlega bók virkilega á óvart! Skemmtileg bók fyrir yngstu börnin. 8 bls. Setberg D ​ I  ​ Fánar – Límmiðabók Fræðandi límmiðabók með fánum Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lærðu að þekkja alla þjóðfána heims með því að líma þá á rétta staði á kortinu. Hér er um fleiri en 190 fána að velja. Góð og fræðandi afþreying fyrir börn á öllum aldri. 24 bls. Setberg B  ​ Fíllinn fljúgandi Þorgrímur Þráinsson Myndir: Auður Ýr Elísabetardóttir Hvernig kemst fíll alla leið frá Afríku til Íslands? Geta fílar kannski flogið? Fíllinn fljúgandi er skemmtileg og spennandi saga fyrir yngstu bókaormana um það hvernig forvitinn fílsungi og hugrakkur strákur verða bestu vinir. Myndir Auðar Ýrar auðga sögu Þorgríms svo úr verður gullfalleg bók. 43 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Fríða og Ingi bróðir Steindór Ívarsson Fríða og Ingi bróðir gerist í Reykjavík 1950 og er ríkulega myndskreytt í anda þess tíma. Fríða er sex ára og nýbúin að eignast bróður. Hún lofar að passa hann alltaf. Það er hins vegar ekki auðvelt. Reynt er að stela honum, hann týnist í miðbænum og á 17. júní dettur Ingi í Tjörnina. Það er fullt starf fyrir Fríðu að vera stóra systir hans Inga bróður. 92 bls. Ástríkur bókaforlag B  ​ Fuglaflipp Sara Ball Þýð.: Kristján Freyr Halldórsson Nú reynir á sköpunargáfuna. Flettu og flippaðu haus, búk og stéli tíu frábærra fugla og gerðu þínar eigin þúsund nýju fuglategundir. Hvernig væri að búa til kólibrí-snæuglu-strút? Eða pelíkana-kakadúa- skallaörn? Með skemmtilegum staðreyndum á hverri síðu muntu kynnast þínum flippuðu og fiðruðu vinum enn betur. 12 bls. Sögur útgáfa 6 Barnabækur  MYNDSKREYTTAR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==