Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Frá sál til sálar Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings Jörgen L. Pind Hér segir frá ævi og verkum Guðmundar. Sérstaklega er vikið að sálfræðilegum hugmyndum hans og þá ekki síst kenningunni um samúðarskilninginn sem oft hefur verið misskilin. Bókin er sérstök að því leyti að kafað er dýpra í hugmyndaheim Guðmundar en vant er í ís- lenskum ævisögum. Hugað er að því hvert hann sótti innblástur í verk sín, að viðtökum sem þau fengu og gildi þeirra nú. Endurskoðuð útgáfa. 468 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Friðrik Ólafsson Helgi Ólafsson Í þessari bók er rakinn ævintýralegur skákferill Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Brugðið er upp nærmynd af samferðamönnum og pólitísku andrúmslofti, frásögnum af stórviðburðum og einstæðum menningararfi. Í bókinni eru raktar margar mikilvægar viðureignir Friðriks á löngum skákferli. 529 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G  ​ Frumgerðir og eftirmyndir Aðferðir, eiginleikar og femínísk heimspeki Eyja Margrét Brynjarsdóttir Fyrir hvern er heimspeki? Er hún einangruð kvenfjandsamleg grein eða getur hún verið fyrir alls konar fólk? Í bókinni er að finna tólf ritgerðir þar sem leitað er svara við spurningum á borð við þessar. Meðal annarra viðfangsefna má nefna beitingu rökhugsunar, aðferðir við að skoða eðli hlutanna og virkni peninga í samfélaginu. 300 bls. Háskólaútgáfan E  ​ Fræðaskjóða Bókmenntafræði fyrir forvitna Bergljót Soffía Kristjánsdóttir Fræðaskjóða, bókmenntafræði fyrir forvitna snýst eins og nafnið bendir til um bókmenntafræði. Í upphafi segir af ýmsum meginatriðum sem gott er að huga að þegar bókmenntir eiga í hlut, en síðan er rætt sérstaklega um ljóð og frásagnir, þar með talin leikrit og frásagnarljóð. Margt hefur breyst í afstöðu til bókmenntafræði síðustu áratugi og leitast er við að gera ýmsu af því skil. Þá eru tekin ófá dæmi af íslenskum bókmenntum fornum og nýjum og þau höfð sem fjölbreyttust. 367 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G ​ F  ​ Fuglinn sem gat ekki flogið Gísli Pálsson Geirfuglinn hefur löngum verið sveipaður dulúð. Þessi ófleygi, svipmikli fugl sem lifði við Íslandsstrendur er aðeins til í frásögnum og á myndum. Fuglinn sem gat ekki flogið er óvenjuleg bók þar sem sagt er frá síðustu veiðiferðinni og í brennidepli eru tveir breskir ferðalangar sem skráðu af nákvæmni ferð sína til Íslands 1858. Geirfuglabækur þeirra eru einstök heimild um endalok tegundar. 256 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Fimmaurabrandararnir 2 Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum? Laddi er – án gríns – ekkert fyndinn. Ég keypti klósettbursta fyrir viku síðan … en er nú búinn að skipta aftur yfir í klósettpappír. Ég var á leið í búðina, svo konan bað mig um að setja tómatsósu á innkaupalistann … og nú get ég ekki lesið neitt á honum! Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý! Í hvers konar fötum gengur starfsfólk Sorpu? Í ruslafötum! Þetta og margt fleira brjálæðislega fyndið í þessari geggjuðu bók! 80 bls. Bókaútgáfan Hólar G  ​ Fléttur V #MeToo Ritstj.: Elín Björk Jóhannsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Þverfaglegt greinasafn um #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Rýnt er í umhverfið sem #MeToo-hreyfingin sprettur upp úr, ástæður þess að hún verður jafn öflug og raun ber vitni, árangur hreyfingarinnar sem og andstreymið gegn henni. 200 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Fósturmissir ein af hverjum þremur Júlí Ósk Antonsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir Fósturmissir er oft sorgleg reynsla og finna mörg sem í gegnum hana ganga þörf fyrir að afla sér upplýsinga um allt sem missinum tengist. Hverjar eru líkurnar á fósturmissi, hverjar eru helstu orsakir og hvað tekur svo við? Bókin inniheldur fjölmargar reynslusögur auk þess sem höfundar fjalla um allt sem varpað getur ljósi á þessa erfiðu upplifun. 224 bls. Sögur útgáfa D  ​ Framkoma Edda Hermannsdóttir Langflest þurfum við á einhverjum tímapunkti að koma fram og tala fyrir framan hóp fólks. Framkoma getur haft mikil áhrif á það hvernig aðrir meðtaka það sem við segjum. Við höfum öll eitthvað fram að færa en við sannfærum engan ef við getum ekki komið því frá okkur á réttan hátt. Í Framkomu er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í fjölmiðlum og atvinnulífinu. 208 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi G  ​ Frá degi til dags Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 27 Davíð Ólafsson Í bókinni er rakin saga dagbókaritunar á Íslandi á tímabilinu 1720–1920. Fjallað er um rætur dagbókaritunar í tímatalsskráningum, annálaskrifum og ritun veðurbóka um leið og rakin er þróun dagbókaskrifa á tímabilinu. Í bókinni er birt efnistekin skrá yfir þessar heimildir, sem eru alls um 250 talsins. 200 bls. Háskólaútgáfan 60 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==