Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Handleiðsla til eflingar í starfi Ritstj.: Sigrún Júlíusdóttir Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður. 258 bls. Háskólaútgáfan G ​ F  ​ Heilsubók Jóhönnu Eiturefnin og plastið í daglegu lífi okkar. Börnin, við sjálf og ógnin við náttúruna Jóhanna Vilhjálmsdóttir Manngerð eiturefni eru orðin hluti af daglegu lífi okkar. Stundum vitum við af þeim en oftar eru þau ósýnileg. Í þessari stórfróðlegu bók er farið yfir hvar þessi efni er að finna og hvaða áhrif þau hafa á okkur. Þá er einnig fjallað um þann vanda sem taumlaus framleiðsla á plasti skapar. Veröld D  ​ Hér er kominn gestur Um gesti og gangandi í aldanna rás Þórður Tómasson Formáli: Margrét Hallgrímsdóttir Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum, segir hér á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt fram á öndverða 20. öld. Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Formálsorð ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. 190 bls. Bókaútgáfan Sæmundur F ​ C  ​ Förusögur Sigursteinn Másson Lesari: Sigursteinn Másson Í Förusögum leiðir Sigursteinn Másson hlustendur um landið með sinni einstöku frásagnargáfu og óviðjafnanlegu rödd. Þættirnir byggjast á sönnum sögum frá áhugaverðum stöðum á landinu, sem þó hafa stundum kryddast svolítið á leið sinni. Njóttu þess að hlusta og lesa á Storytel Reader lesbrettinu. H 4:00 klst. Storytel G  ​ Gripla XXX Ritstj.: ElizabethWalgenbach og Haukur Þorgeirsson Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. 286 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum E  ​ Guð og menn Rögnvaldur Hreiðarsson Hér ræðir giska venjulegur maður um ferðalag sitt með Guði – og hvernig það er að breyta lífi hans. Engin trúarganga er eins og enginn er nokkru sinni 100% trúaður eða fullkominn, gangan er stöðug. Trúin kemur ekki í neytendaumbúðum heldur er hún heimaframleidd, persónuleg og einstök. Einlægir pistlar sem rífa í. 133 bls. Litla útgáfufélagið D  ​ Guðjón Samúelsson húsameistari Pétur H. Ármannsson Guðjón Samúelsson (1887–1950) arkitekt og húsameistari ríkisins frá 1920 til dauðadags, teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins. Í þessari bók skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannson, verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem háskólamenntaðs arkitekts sem var mótaður af straumum og stefnum í norrænni og evrópskri byggingarlist. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. 448 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D  ​ Handa á milli Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár Áslaug Sverrisdóttir Með iðnbyltingunni varð til hreyfing um skipulagðan og vandaðan iðnað á heimilum. Markmið Heimilisiðnaðarfélags Íslands var að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað, vekja áhuga á framleiðslu nytsamra hluta og varðveita um leið þjóðleg einkenni. Hér er rakið hvernig starf félagsins hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar án þess að missa sjónar á því markmiði að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á Íslandi. 303 bls. Sögufélag 61 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==