Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Lífið á vellinum Dagný Maggýjar Hvaða áhrif hafði amerísk varnarstöð á Keflavíkurflugvelli í hálfa öld og hvernig var sá kokteill ólíkra menningarheima? Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega, að fólkinu sem þar bjó og við heyrum sögur þeirra. 200 bls. Litla útgáfufélagið D  ​ Lífsgæðadagbókin Ragnheiður Agnarsdóttir Grunnurinn að lífsgæðum okkar byggist á því að við hlúum vel að grunnstoðunum fjórum; næringu, hreyfingu, samskiptum og svefni. Í þessari bók má skrifa niður stöðuna á þessum þáttum en með því verðum við meðvitaðri um að næra þessar grunnstoðir dag frá degi. Lífsgæðadagbókin hjálpar þér að rækta samband þitt við sjálfa(n) þig og að forgangsraða í þágu lífsgæða og hamingju. 192 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi E  ​ Líkami okkar, þeirra vígvöllur Þannig fer stríð með konur Christina Lamb Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Í þessari mögnuðu bók lætur höfundurinn raddir kvenna heyrast og afhjúpar hvernig herir, hryðjuverkamenn og vígasveitir beita nauðgunum sem stríðsvopni í nútímaátökum til þess að niðurlægja, hræða og stunda kynþáttahreinsanir. Þessi sláandi bók, sem vakið hefur heimsathygli, er ákall til okkar um að hlusta og hafast að gegn vanræktasta glæpi heimsins. Ugla G  ​ Loftslagsréttur Aðalheiður Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir Í þessari bók er að finna gagnrýna fræðilega umfjöllun um alþjóðlega og innlenda stefnumörkun á sviði loftslagsmála. Fjallað er um reglur alþjóðlegs réttar, Evrópuréttar og íslensks réttar sem tilheyra réttarsviðinu. Með heildstæðri nálgun er veitt yfirsýn yfir málaflokkinn og lagaumhverfi loftslagsréttar greint í þremur réttarkerfum. Nýmæli á íslensku. Háskólaútgáfan E ​ F  ​ Lykilorð 2021 Orð Guðs fyrir hvern dag Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóða erindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem leyfa Orði Guðs að vekja sig til umhugsunar og hafa jákvæð áhrif á líf sitt. Auk þess að vera gefin út á bókarformi eru textar hvers dags lesnir í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samfélagsmiðlum. Lykilorð hafa komið út árlega á íslensku frá því árið 2006. 144 bls. Lífsmótun G  ​ Kynþáttafordómar Í stuttu máli I. Ritröð Félagsvísindasviðs Kristín Loftsdóttir Ritstj.: Ólafur Rastrick Aukinn sýnileiki haturs og ofbeldis vestanhafs ásamt endurnýjuðum krafti baráttunnar gegn kynþáttamismunun hefur enn á ný sett rasisma á dagskrá. Í fyrstu bók nýrrar ritraðar í félagsvísindum er fjallað um kynþáttafordóma í sögu og samtíð. Sjónum er beint að alþjóðlegu samhengi kynþáttahyggju og birtingarmynd kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. 100 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Landsnefndin fyrri. Den islandske Landkommission 1770–1771, V Ritstj.: Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Skjöl Landsnefndarinnar fyrri gefa einstæða innsýn í íslenskt samfélag um 1770, en nefndin ferðaðist um Ísland og safnaði upplýsingum um land og þjóð. Í þessu fimmta bindi af sex eru birt skjöl Landsnefndarinnar sjálfrar, embættisbækur, fundargerðir, greinargerðir og tillögur að tilskipunum. 780 bls. Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands og Ríkisskjalasafn Danmerkur ​ G  ​ Leggðu lífskapal Skapgerðar- og tilfinningakort Elín Elísabet Jóhannsdóttir Fjölnota spilastokkur sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði um tilfinningar (80 spil) og skapgerðarstyrkleika (50 spil). Spilin nýtast einstaklingum sem vilja kynnast sjálfum sér betur út frá eigin tilfinningum og styrkleikum. Nýtast einnig fagaðilum, svo sem markþjálfum og öðrum sem vinna við meðferð fólks. Spilastokknum fylgja auðveldar notkunarleiðbeiningar. 135 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið G  ​ Leiðin heim Vegur kristinnar íhugunar Thomas Keating Þýð.: Karl Sigurbjörnsson Leiðin heim sýnir hvernig reglubundin ástundun kristinnar íhugunar (kyrrðarbænar) getur hjálpað að finna innri frið og dýpka sambandið við Guð. Kyrrðarbæn er stunduð á meðal einstaklinga, í hópum á Íslandi og um heim allan! Leiðin heim er óbeint framhald „Vakandi hugur vökult hjarta“. Hvað er kyrrðarbæn, hvaða áhrif getur hún haft á líf mitt? Sjá www.kyrrdarbaen.is/ 188 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið G  ​ Lifandi mál lifandi manna - um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar Kristján Eiríksson Alþjóðamálið esperanto var í huga Þórbergs Þórðarsonar það tæki sem gat bjargað menningu smáþjóðanna og um leið sameinað allar þjóðir heimsins í eitt ríki. Hér er safnað saman öllu sem meistari Þórbergur ritaði um esperanto og á esperanto og birtist margt af því hér á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu Kristjáns Eiríkssonar. 415 bls. Forlagið – JPV útgáfa 64 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==