Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Stjórnmál Birgir Hermannsson Í þessari bók er fjallað með skýrum og greinargóðum hætti um nokkur grundvallarhugtök nútímastjórnmála. Markmiðið er að öðlast betri skilning á hinum pólitíska veruleika með hjálp hugtaka og kenninga stjórnmálafræðinnar. Bókin er skrifuð með almenna lesendur í huga, ekki síst ungt fólk og nemendur. Fyrir áhugafólk um stjórnmál og þjóðfélagsumræðu er bókin hvalreki. 216 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G  ​ Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar Ritstj.: Dagrún Ósk Jónsdóttir Árið 1918 var merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Hér er athygli beint að viðburðum og daglegu lífi á Ströndum á þessum tíma, birtar dagbækur, ferðasögur og fræðigreinar. Fjallað er um líf og störf fólks í Strandasýslu fyrir rúmri öld, á tímum sem standa okkur býsna nærri. Samt er margt við daglegt amstur fólks fyrir 100 árum framandi í samtímanum. 160 bls. Sauðfjársetur á Ströndum D  ​ Sturlunga geðlæknisins Óttar Guðmundsson Óttar Guðmundsson geðlæknir veltir nú fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðar róstusamt líf Sturlunga. Snorri Sturluson, Sturla Sighvatsson, Þórdís Snorradóttir og Gissur Þorvaldsson ásamt fleirum leggjast öll á bekkinn hjá geðlækninum. Hefur mannlegt eðli eitthvað breyst á þessum 800 árum sem liðin eru? Áður hefur Óttar hefur gefið út bækurnar, Frygð og fornar hetjur og Hetjur og hugarvíl um geðræn vandamál í Íslendingasögum auk fjölda annarra bóka. 240 bls. Skrudda A  ​ Stærðfræði 3A vigrar – hornaföll – þríhyrningar – hringir – ákveður – stikun Gísli Bachmann og Helga Björnsdóttir Bókin er hluti af nýjum kennslubókaflokki í stærðfræði fyrir framhaldsskóla. Hún er ætluð nemendum á 3. þrepi (fyrsta áfanga). Áður hafa komið út Stærðfræði 1 (fyrir nemendur sem hafa ekki hlotið nægan undirbúning fyrir nám á 2. þrepi) og Stærðfræði 2A og 2B (fyrir nám á 2. þrepi (fyrsta áfanga). 136 bls. IÐNÚ útgáfa C  ​ Sögur handa Kára Ólafur Ragnar Grímsson Lesari: Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar Grímsson segir sögur af fólki og atvikum víða um veröld. H 8:45 klst. Storytel D  ​ Skipulag Sólrún Diego Sólrún Diego tekur fyrir skilvirkar aðferðir við skipulag í frábærri bók fyrir alla sem vilja ráðstafa tímanum betur og einfalda verkefni. Í bókinni kemur hún víða við og fjallar um allt sem snýr að eigin skipulagi, fjölskyldunnar og heimilisins. Þá er veglegur hluti um veislur og viðburði og hvernig má skipuleggja allt frá litlum matarboðum yfir í brúðkaup. 176 bls. Fullt tungl G  ​ Skírnir – Tímarit HÍB Vor og haust 2020 Ritstj.: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Haukur Ingvarsson Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári. Nýir áskrifendur velkomnir: sími 588- 9060. 480 bls. Hið íslenska bókmenntafélag E  ​ Smekkleysa 33 1/3 Ritstj.: Ólafur J. Engilbertsson Smekkleysa 33 1/3 er ríkulega myndskreytt rit gefið út í tilefni af 33 ára afmæli Smekkleysu. Margir þekktir listamenn eiga efni í ritinu sem inniheldur fjölmargar ljósmyndir, flestar eftir Björgu Sveinsdóttur. Hér er um að ræða fjölbreytt rit með spennandi efni, stuttum greinum, myndum, úrklippum og plakötum úr sögu eins litríkasta forlags landsins. Er bæði á íslensku og ensku. 176 bls. Smekkleysa F C  ​ Sofðu Helena Kubicek Boye Lesari: Þorvaldur Davíð Kristjánsson Sofðu er röð leskafla sem byggja á vísindalega gagnreyndum aðferðum við að sleppa takinu á hugsunum og amstri dagsins, róa hugann og vinda ofan af spennunni í líkamanum, skrifuð af sálfræðingi sem unnið hefur á sviði svefnvandamála í 15 ár. Lestur Þorvaldar Davíðs veitir vellíðan og hvetur þig til að taka því sem að höndum ber af ró og æðruleysi. H 5:15 klst. Storytel G  ​ Spegill fyrir skuggabaldur Atvinnubann og misbeiting valds Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Í þessari bók skyggnist Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrirgreiðslupólitík á Íslandi. Hún greinir frá reynslu fólks sem orðið hefur fyrir atvinnubanni og misbeitingu ráðningarvalds. Samhliða bregður hún sögulegu ljósi á hvernig atvinnurekendavald og klíkustjórnmál hafa spunnið sameiginlega valdaþræði í íslensku samfélagi. 252 bls. Skrudda 68 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==