Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Klukkubókin Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Fyrstu skrefin við að læra á klukku og byrja í skóla. Á meðan börnin lesa um söguhetjurnar og færa klukkuvísana á réttan stað læra þau um leið á klukku. 12 bls. Unga ástin mín D  ​ Krakkalögin okkar Myndskr.: Úlfur Logason Tónlist: Jón Ólafsson Hér er hún komin Krakkalögin okkar sem hefur að geyma tuttugu af vinsælustu lögum barnanna, skemmtileg, nýleg lög ásamt gömlum og sígildum gullmolum sem krakkarnir vilja syngja. Tónbækurnar okkar með fallegum undirleik Jóns Ólafssonar og dásamlegum myndskreytingum Úlfs Logasonar hafa fengið lofsamlegar viðtökur hjá börnunum á undanförnum árum. 64 bls. Sögur útgáfa D  ​ Kötturinn sem átti milljón líf Yoko Sano Þýð.: Miyako Þórðarson Þetta er saga um kött sem á sér milljón líf. Eigendum hans þykir öllum mjög vænt um hann. Kötturinn er hins vegar ófær um að endurgjalda þeim ást sína – þangað til hann lærir að elska aðra meira en sjálfan sig. Hrífandi klassískt ævintýri eftir japanska verðlaunahöfundinn Yoko Sano sem hefur snert hjörtu barna jafnt sem fullorðinna um víða veröld. 32 bls. Ugla D  ​ Lára og Ljónsi Lára fer í leikhús Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian Bækurnar um Láru eru sjálfstæðar sögur Birgittu Haukdal um töfrana í hversdegi Láru og bangsans Ljónsa. Lára kynnist ævintýraheimi leikhússins í fyrsta sinn á ógleymanlegri sýningu þar sem álfar svífa um sviðið, og svo lærir hún um stafina og hvernig þeir mynda orð. Litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. 42 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D  ​ Lindís og kúluhúsið Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Lindís sem er 4 ára fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið við Elliðavatn. Lindís lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir umhverfinu. Bókin kemur fram með nýjung í barnabókmenntum, hvað varðar sjálfbærni og umhverfismennt. Bókin er einstaklega hlý og falleg. 32 bls. Gudda Creative ehf. B  ​ Jólasveinar nútímans Ólíver Þorsteinsson og Tómas Leó Þorsteinsson Myndskr.: Tómas Leó Þorsteinsson Erfitt er að kveðja gamlar venjur, sérstaklega fyrir ellismelli eins og jólasveinana. Sumir sveinar ná ekki takt við tímann en aðrir eru að venjast nýrri tíð. Í gamla daga voru þeir algjörir prakkarar og villingar, en í dag þurfa þeir að haga sér. Sumir halda sér við gamla siði, á meðan aðrir gangast undir reglum nútímans. Ketkrókur er orðin vegan, Giljagaur vill ennþá mjólk beint frá spenanum, Skyrgámur er með mjólkuróþol, Grýla er Instagram-stjarna og Leppalúði er heimavinnandi húsfaðir. 60 bls. LEÓ Bókaútgáfa D  ​ Jörðin Fræðandi bók með flipum og útskornum síðum þar sem landafræðin öðlast líf Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Jörðin býr yfir kraumandi eldstöðvum, jöklum, eyðimörkum, miklum vatnsföllum og dularfullum hellakerfum. Leggjum af stað í ævintýralega ferð! Fræðandi bók fyrir krakka á öllum aldri sem hafa áhuga á jörðinni. 29 bls. Setberg D  ​ Risaeðlugengið Kappsundið Lars Mæhle Þýð.: Æsa G. Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson Myndir: Lars Rudebjer Þegar Georg grameðla, ótrúlega óþolandi stóri bróðir Gauta, skorar á þá Sölva sagtanna í kappsund getur Gauti ekki skorast undan, þótt hann hafi heyrt að í ísköldu vatninu sé RISAVAXIÐ SÆSKRÍMSLI á svamli. Krúttleg, fræðandi og fyndin saga fyrir yngsta áhugafólkið um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr. 48 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Kát krútt Lífleg og skemmtileg harðspjaldahljóðbók með bráðfyndnum hljóðum og fjörugu lagi! Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Kynnstu krúttlegum gæludýrum sem setja allt á annan endann í húsinu. Skemmtu þér við að hlusta á bráðfyndin hljóð og fjörugt lag. Góð bók fyrir börn frá eins árs aldri. 8 bls. Setberg 8 Barnabækur  MYNDSKREYTTAR www.boksala.is Það er stuð að lesa bók

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==