Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D Litlir könnuðir – VERÖLD DÝRANNA Fræðandi harðspjaldagluggabók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lífleg og fræðandi bók fyrir börn sem hafa áhuga á dýraríkinu. Eftirfarandi bækur eru í sama bókaflokki: Líkaminn, Þegar ég verð stór, Á ferð og flugi, Sveitabærinn, Pöddur og Hafið. Tilvalin bók fyrir börn frá þriggja ára aldri. 16 bls. Setberg G Límmiðafjör STAFIR Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Meðan börnin dunda sér við að finna límmiða, svara spurningum og lita myndirnar læra þau um leið stafina og stafrófið. Límmiðafjör er nýjasta bókin í röðinni Litlir lærdómshestar en fyrir eru bækurnar Tölur og Dýr. 28 bls. Unga ástin mín D Mannslíkaminn Kannaðu stórkostlegasta undur veraldar – mannslíkamann! Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Fræðumst um mannslíkamann og starfsemi hans á greinargóðan hátt. Á hverri opnu sem er útskorin er helstu líffærum gerð skil í myndum og máli og útskýrt hvert hlutverk þeirra er og hvar þau eru staðsett í líkamanum. Tilvalin bók fyrir krakka á öllum aldri sem hafa áhuga á mannslíkamanum. 16 bls. Setberg D Múmínsnáðinn og vorundrið Tove Jansson Þýð.: Tinna Ásgeirsdóttir Það er vetur í Múmíndal. Múmínfjölskyldan liggur í djúpum vetrardvala og bíður þess að Tikka-Tú veki hana þegar vorar. En Múmínsnáðinn hrekkur upp við dularfull hljóð. Tekst honum að herða upp hugann og kanna upp á eigin spýtur hvað um er að vera? Og hvaða undur bíða hans ef hann fer út fyrir hússins dyr? Ein af hinum sívinsælu Múmínbókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 32 bls. Ugla D Nóra Birta Þrastardóttir „Hvers vegna sögðu krakkarnir þetta? Var vestið ekki flott?“ Nóra er slegin út af laginu við leiðinlega athugasemd frá stórum krökkum á skólalóðinni og allt verður ómögulegt. Ljúf saga um tilfinningar og fallega vináttu. Nóra er önnur barnabók Birtu Þrastardóttur en áður hefur komið út eftir hana bókin Skínandi sem hlaut mikið lof. 40 bls. Angústúra D Lindís strýkur úr leikskólanum Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún er í leikskólanum Krakkakór í Kópavogi. Einn mánudag leiðist henni svo mikið að hún tekur til sinna ráða. Sagan er raunveruleg og sýnir hvað Lindís getur áorkað þegar söknuðurinn verður afgerandi. Bókin er einstaklega fallega myndskreytt. 32 bls. Gudda Creative ehf. D Lindís vitjar neta Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Lindís sem er 4 ára fer í páskaheimsókn til Ísafjarðar. Það gerast ævintýri þar, þegar hún fer á grásleppuveiðar. Siglt var frá Sundahöfninni til að vitja neta og komið með marga fiska að landi. Bókin er ævintýraleg, kærleiksrík og að sama skapi raunveruleg. Áhersla á umhverfi og sjálfbærni. 32 bls. Gudda Creative ehf. D Litla biblían Þýð.: Karl Sigurbjörnsson, biskup Ríkulega myndskreytt bók sem segir sextíu sögur úr Biblíunni. Þar læra börnin um kærleika, umhyggju, hugrekki, vináttu, virðingu og um það að hið góða sigrar! Sögur Biblíunnar eru svo sannarlega innihaldsríkar og eftirminnilegar. Inn á milli má finna bænir og vers til að fara með í önnum hversdagsins. Fremst í bókina má skrifa minningar um mikilvæg þroskaskref. 160 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið D Litli stormurinn sem gat ekki stormað Einar Thorberg Guðmundsson Myndskr.: Laura Martin Merino Hugljúf, bráðskemmtileg og fallega myndskreytt saga eftir Laura Martin Merino, fjöllistakonu og Einar Thorberg Guðmundsson, tónlistarmann. Stormur litli frá Vindheimum og sonur sjálfs Vetur konungs, vill vera stór og öflugur eins og pabbi sinn. En honum er það lífsins ómögulegt. Hann ákveður því að leita að hlutverki sínu í tilverunni. 30 bls. Bókafélagið D I Litlir könnuðir – LÍKAMINN Fræðandi harðspjaldagluggabók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lífleg og fræðandi bók fyrir börn sem hafa áhuga á líkamanum. Eftirfarandi bækur eru í sama bókaflokki: Veröld dýranna, Þegar ég verð stór, Á ferð og flugi, Sveitabærinn, Pöddur og Hafið. Tilvalin bók fyrir börn frá þriggja ára aldri. 16 bls. Setberg 9 Barnabækur MYNDSKREYTTAR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==