Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
10 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 forðast vandræði breytti hópurinn um stefnu og hélt í skálann Árbúðir sem er sunnarlega á Kili, skammt frá Hvítárnesi. Sleðahópur hélt þó niður til byggða enda var veðrið og færið ekki spennandi fyrir vélsleðana. Enn var virkilega mikil úrkoma, svo mikil að allt var á floti að meðtöldum skálanum sjálfum. Andreas: Daginn eftir átti tækjamót Landsbjargar að hefjast í Kerlingarfjöllum og við lögðum snemma af stað en það hafði hlýnað um nóttina og nú var farið að rigna og það rigndi allan daginn. Við héldum áfram för og smátt og smátt slógust fleiri farartæki í hóp með okkur og brátt vorum við hluti af langri lest björgunarsveitatækja sem komu alls staðar frá. Bifreiðarnar voru bæði stórar, öflugar og glæsilegar. Farartækin voru misjöfn og aksturslagið einnig. Eitt var mér strax ljóst og það var hve fagmannlega var ekið og hve fumlaus vinnubrögð allra voru sem og samvinnan. Hér var hópur sem kunni til verka. Það leið að heimferð og vegna rigningar og vatnavaxta varð Innri Ásgarðsá ófær og félagar HSSK ákváðu því að keyra niður á Kjöl og fara í skálann Árbúðir og freista þess að gista þar seinni nóttina. Við komu í skálann var hann þegar þétt setinn félögum annarra sveita og þröngt máttu sáttir sofa. Við komum okkur fyrir í einu herbergi og svo tók við skemmtileg kvöldstund í hópi íslensks björgunarsveitarfólks. Á sunnudegi vaknaði hópurinn við bláan himin og sól. Það var því ákveðið að nýta daginn og veðrið með ferðalagi upp að íshelli við Skálpa. Þar skildust leiðir, snjóbíllinn hélt niður að vörubíl við Gullfoss en á leiðinni fann hópurinn krapapytt þar sem bíllinn sat fastur þar til hjálp barst frá stórum trukki. Jeppahópurinn þveraði Langjökul ásamt Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík, Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ og Hjálparsveit skáta Garðabæ. Færið á Langjökli var frábært, mikið púður sem gat þó verið krefjandi á köflum. Andreas: Snemma næsta morgun hafði veðri slotað og við vöknuðum í sólskini. Ákveðið var að fara yfir Langjökul heim og það var ferð sem var ógleymanleg í mikilli víðáttu og útsýni yfir miðhálendi Íslands. Hápunktur dagsins var grillveisla á miðjum jökli. Það var ný reynsla fyrir mig að fá að prófa mikinn breyttan jeppa á stórum hjólbörðum. Þessi farartæki voru þanin til hins ýtrasta og stundum þurfti að draga og sumir affelguðu. Þá hófst vinna við að koma dekkjum aftur á felgu. Niðurleiðin í átt að Húsafelli varð erfið því vatnsrásir höfðu myndast vegna hálku og mikil vatnssöfnun var á yfirborði jökulsins. Það tók því langan tíma að finna færa leið niður og eftir að akstri á jökli var lokið tók við vinna við að undirbúa bifreiðarnar aftur til aksturs á hefðbundum vegi. Það þurfti að pumpa í dekkin og koma búnaði fyrir. Í ljós kom að ein bifreið HSSK var með laskaðan gírkassa sem vélvirkjar sveitarinnar voru fljótir að gera við og eftir það var heimferðin til Reykjavíkur auðveld. Kærar þakkir til Elvars, Arnars og Sævars fyrir frábæra upplifun og þakkir fyrir að fá að taka þátt í tækjamóti Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Grüße aus Deutchland, Andreas Hellgeth. Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir Tækjasýning í húsnæði HSSR.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==