Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
14 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Nýliðaferð í Landmannalaugar U m leið og fyrsti snjórinn féll þann 7. október sl. héldu nýliðar, ásamt öllum félögum sem vildu, upp í Landmannalaugar. Þar gistum við í skálanum og fengum að hafa hann meira og minna fyrir okkur. Aðeins fáeinir túristar voru á ferli. Það var ræst snemma morguninn eftir og lagt af stað upp á Skalla. Síðan var gengið niður Uppgönguhrygg, og síðast en ekki síst kíkt á Grænahrygg, sem var nú reyndar mestmegnis hvítur. Þetta var krefjandi ganga og mikið gengið upp og niður. Heildarvegalengd var í kringum 23 km. Við þurftum einnig að vaða nokkrar ár en það var nú bara stemmning. Loks þegar við komum aftur í Landmannalaugar var alveg himneskt að komast í laugina og jafna sig eftir daginn. Tækjaflokkur og Doddi buðu svo upp á dýrindiskvöldverð, grillað lambalæri og með því. Það verður erfitt að toppa það! Morguninn eftir var svo spáð fyrstu gulu viðvörun vetrarins þannig við enduðum í kapphlaupi við tímann að koma öllum heim heilum á húfi áður en veðrið myndi skella á. Frábær ferð í alla staði og nýliðarnir stóðu sig eins og hetjur. Dagur Adam Ólafsson Glaður hópur á fjöllum. MYNDIR: SIMON JOSCHA FLENDER
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==