Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
18 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 U nglingadeildin Ugla er hluti af starfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem veitir unglingum á aldrinum 15-17 ára innsýn í störf björgunarsveita. Starf unglingadeildarinnar er góður grunnur fyrir þau sem eru áhugasöm um að stíga næsta skref í átt að því að gerast fullgildir meðlimir hjálparsveitarinnar. Unglingadeildin er einnig frábær staður til þess að koma saman, kynnast nýju fólki og brjóta upp vikuna. Eins og unglingarnir í Uglu segja: „Þar sem Ugla er, þar er stuð”. Unglingadeildin blómstraði verulega þetta árið. Í byrjun árs var lítill sem enginn snjór en það stoppaði okkur ekki við að læra á snjóflóðaýla og hvernig á að takast á við leitir að vetri til. Eitt miðvikudagskvöldið héldum við í Heiðmörk, þar sem við tóku æfingu upp úr því efni sem við höfum farið yfir síðastliðnar vikur. Það vildi svo skemmtilega til að það var nýbúið að snjóa þann daginn sem gerði aðstæður raunverulegri. Æfingin snerist um það að taka leitaræfingu með notkun snjóflóðaýla og leita af týndum einstaklingum sem reyndust vera okkar yndislegu umsjónarmenn. Við enduðum kvöldið á hópaskiptum leik þar sem við kepptumst um hæsta turninn byggðan úr snjó. Við hlógum mikið og dáðumst af leik umsjónarmanna. Helgina 4. - 6. mars vorum við stödd fyrir norðan á Akureyri í skíðaferð. Við fengum frábæra gistiaðstöðu í sal Björgunarsveitarinnar Súlur. Á laugardeginum fengum við val um hvort við vildum verja deginum uppi í fjalli eða skoða okkur um í bænum. Eftir langan dag fórum við öll saman í sund og enduðum daginn á grillpartýi þar sem við snæddum dýrindis hamborgara. Vorið kom, htiastigið hækkaði og langt var liðið frá síðustu ferð. Við ákváðum því að skella okkur í næstu ferð og haldið var í Bása á Goðalandi helgina 20. - 22. maí. Við fengum tvo snillinga frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar með okkur í för þar sem okkur vantaði bílstjóra. Dagarnir voru nýttir vel. Við vöknuðum snemma á laugardagsmorgni og gerðum okkur klár fyrir fjallgöngu. Gangan var tvískipt. Annars vegar upp á Valahnúk og hins vegar í hellaskoðun. Eftir gönguna var tekin nestispása í Húsadal en þá bárust okkur þær fréttir að snillingunum tveimur úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar tókst að festa bíl, rétt við Krossá. Þeim tókst þó að losa hann að lokum eftir mikil átök en óhætt er að segja að hafnfirðingabröndurunum fjölgaði verulega eftir þetta. Þegar leið á kvöldið tókum við leitaræfingu með fjarskiptabúnaði. Í lok æfingarinnar fengum við tækifæri til að læra hvernig á að draga bíl með handafli upp úr á og koma honum á land. Það er aðferð sem kölluð er að dobbla. Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er haldið annað hvert ár að sumri til. Þetta árið mótið haldið á Höfn í Hornafirði. Mótið var haldið dagana 29. júní - 3. júlí. Uglurnar taka flugið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==