Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 19 Mótið var fjölmennasta unglingamót sem haldið hefur verið á vegum Landsbjargar. Allar unglingadeildir landsins koma saman og er stokkað upp í lið sem fá öll sinn lit. Liðin eru saman allt mótið og ferðast á milli stöðva þar sem farið er yfir eitt og annað tengt björgunarstarfi. Líf og fjör var á landsmótinu. Þar má nefna sameiginlega björgunarleika, ratleik, brennu og sundlaugarpartý þar sem óhætt er að segja að unglingadeildir landsins hafi tekið laugina yfir. Við í Uglu fengum tækifæri einn sólríkan sumardag til að hittast í Siglunesi. Okkar góðhjartaði umsjónarmaður, Björn, bauð okkur í heimsókn þar sem okkur bauðst að sigla hinum ýmsu bátum. Við fórum í marga skemmtilega leiki í sjónum, slökuðum á í heita pottinum og fórum svo öll saman út að borða. Í byrjun september hófst starfið að nýju. Mikil nýliðun var í unglingadeildinni sem reyndist góð viðbót við þann hóp sem fyrir var. Alls vorum við orðin yfir tuttugu talsins sem gerði starfið krefjandi en þó líflegra. Fyrstu fundirnir fóru í að kynnast og hrista hópinn saman. Kraftmikið starf tók við í framhaldinu þar sem farið var á báta, í hnútavinnu, klifur og fleira. Fljótlega var farið í fyrstu ferðina með hópinn. Í haust fór hópurinn í skálaferð í Lækjarbotna. Ferðin tókst vel og við áttum saman kvöldstund þar sem meiriháttar kvöldvaka fór fram ásamt skemmtilegum göngum. Dagarnir 3, 4. og 5. nóvember voru nýttir í sölu á neyðarkallinum. Unglingadeildin lagði sitt af mörkum við að selja neyðarkallinn með nýliðum og fullgildum félögum. Miðnæturíþróttamót unglingadeilda Slysavarnafélagins Landsbjargar er haldið ár hvert í Vatnaskógi. Í ár var mótið helgina 11. - 13. nóvember. Þar koma saman unglingadeildir landsins og keppa um miðnæturíþróttamótabikarinn. Keppnin gengur út á það að vaka langt fram á nótt með sinni unglingadeild og leysa fjölbreyttar þrautir. Hver þraut gefur deildinni ákveðið mörg stig. Hægt er að safna aukastigum með söng, hvatningarhrópum og fleiri stemningsatriðum. Óhætt er að segja að unglingadeildin Ugla hafi verið með mestu fagnaðarlætin á svæðinu enda fylgdi bikarinn með heim í Kópavog. Þetta er í fyrsta sinn sem unglingadeild frá höfuðborgarsvæðinu tryggir sér sigur á mótinu. Við í Uglu erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og ferðalögum. Öll áhugasöm eru á fundi hjá okkur í Björgunarsveitarmiðstöðinni á miðvikudögum kl. 20.00. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á ugla@hssk.is . Við í unglingadeildinni erum virk á instagram síðunni okkar: @ud_ugla. Þar setjum við inn myndir og myndbönd frá starfinu. Fyrir hönd unglingadeildarinnar: Árný Lind Jónsdóttir og Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Frábærir fjölskyldupakkar í sjö mismunandi gerðum. NOTUM ALLTAF FLUGELDAGLERAUGU -bæði börn og fullorðnir TRÖLLI Tröllslegt vaxtarlagið segir alltum innihaldið.Þessier fyrirþá semhugsa stórtog vilja lítið af smádóti. Ekki koma á smábílefþúætlarað kaupaeinn svona! TRAUSTI Dúndurpakki sem inniheldur allt þaðhelsta semþúþarftogmikið af smádóti. Þúmissirekkiafneinu meðþessum.Alltaf traustur. TRALLI Trallierhannaður fyrirminni fjölskyldur.Handhægur,meðöllu þvíhelsta semþarf tilað taka þátt.Töluvert af smádóti. TROÐNI Einsognafniðbermeð sérerhann troðfullur afgóðgæti enekkimiklu af smádóti.Klikkar ekki. STUBBUR TRÍTILL OG STÚFUR Þrír litlir fjölskyldupakkar sem eru sérstaklega hannaðir með þarfir yngstu fjölskyldumeðlimanna í huga. Mikilvægt er þó að fullorðnir stjórni alltaf ferðinni. Fjölskyldupakkar SL1222-1Fjölskyldupakkar2022.indd 1̈ l 4.12.2022 11:45
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==