Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

20 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Þ essi stórskemmtilega Hjálparsveit krakka í Kópavogi (HSKK) var stofnuð í september 2022 í fjölskyldugöngu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi upp á Hellisheiði en þá var gengið upp Sleggjubeinsskarðið og inn í Innstadal að skálanum Lindarbæ sem er í eigu nokkurra félaga í sveitinni. Á sama tíma voru nýliðar í æfngaferð á Hellisheiði og hóparnir sameinuðust í pylsupartýi og myndatöku við skálann. Hjálparsveit krakka er ætluð fyrir börn félaga Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og markmið hennar er að skapa skemmtilega fjölskyldusamveru í starfinu. Einnig er markmiðið að börnin kynnist útiveru og björgunarsveitarstarfi. Fyrsta formlega verkefni HSKK verður að afhenda vinninga í myndasamkeppni áramótablaðsins um næstu áramót. Viðtal við Hafdísi Birnu Valgeirsdóttur og Írisi Önnu Elvarsdóttur, báðar 8 ára, sem eru félagar í Hjálparsveit krakka í Kópavogi en pabbi Hafdísar Birnu er formaður HSSK og mamma hennar starfar með leitarflokki. Mamma Írisar Önnu er varaformaður HSSK og pabbi hennar er í áhöfn snjóbílsins: Hvað er skemmtilegast að gera með krakkasveitinni? Hafdís Birna: Ferðin upp á Hellisheiði var skemmtileg, sérstaklega nestispásan sem við tókum við stóran klett. Svo var pylsuveislan í Lindarbæ líka skemmtileg. Íris Anna: Það var mjög gaman að ganga ofan í Eldgjá í fjölskylduferð HSSK þegar ég var 5 ára. Það var fyrsta ferðin mín með hjálparsveitinni. Ég labbaði 10 km og fannst það bara létt. Svo var líka gaman í Lindarbæ en það var svolítið erfitt að fá allan hópinn til að vera kyrran fyrir myndatöku. Hvað langar ykkur að gera næst? Íris Anna: Mig langar að ganga upp á Heklu og fara svo í sund á eftir. Hafdís Birna: Mig langar að fara oftar í fjallgöngur, t.d. upp á Esju. Krakkar vilja líka heimsækja bækistöð HSSK og þau vilja fara í fjölskylduferðir að sumri og að vetri. Báðar sögðust þær vilja kynnast betur tækjum sveitarinnar og óska þess að fara á sjóinn með bátaflokki og eins vilja þær prófa að fara í ferð á snjóbílnum. Ætlið þið að starfa með HSSK þegar þið verðið stórar? Hafdís Birna: Já ég ætla að vera í leitarflokki og snjóflóðaflokki eins og mamma. Íris Anna: Ég ætla líka að starfa með hjálparsveitinni og vera í leitarflokki og sjúkraflokki. Á laugardaginn eftir að viðtal þetta er tekið, er jólaball fyri krakka HSSK haldið í bækistöð sveitarinnar í boði Slysavarnadeildarinnar og þar ætla þær báðar að mæta og hlakka mikið til. Skilaboð þeirra til krakka í Kópavogi eru að allir geta gert það sem þeir vilja. Ragna Sif Árnadóttir Hjálparsveit krakka í Kópavogi Íris Anna og Hafdís Birna. MYND: RAGNA SIF Krakkasveitin á leið upp Sleggjubeinsskarð. MYND: RAGNA SIF Hópurinn saman við Lindarbæ í Innstadal. MYND: RAGNA SIF

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==