Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

22 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 K ristín Thorstensen er eiginkona Vilhelms Gunnarssonar og móðir Viktors Vilhelmssonar, starfandi félaga í HSSK. Þau kynnast þegar að Villi (eins og hann er oft kallaður) er að ganga í sveitina. Hún kynntist því fljótt hversu mikil ítök starfið þar átti í Villa. „Vinnukvöld á þriðjudögum voru heilög” sagði hún „þannig að ekkert annað komst að á þeim kvöldum”. Þetta gat verið aðeins truflandi að geta ekki nýtt þessi kvöld í nokkuð annað, sérstaklega þegar börnin komu til sögunnar, en þetta var svo sterkur hluti af starfinu að því varð ekkert breytt. Hún segir að þau hafi ferðast mikið saman um landið og voru t.a.m. nokkur sumur skálaverðir. Þetta hafi síðan skilað sér í því að sonur þeirra var ungur mjög vel að sér í landafræði. Eitt skipti hafi kennari hans spurt Kristínu hvort þau ferðuðust mikið innanlands, því að Viktor hafi oft á tíðum vitað meira um ýmsa staði á landinu og farið mun víðar en kennarinn. Eins hafi hún farið með sveitinni í makaferðir þar sem að hún og aðrir makar hafi slegist með í för og fengið að prófa tæki og tól. Einnig varð til í HSSK „makadeild” þar sem að nokkrar eiginkonur tóku sig saman og sáu t.d. kaffi „Ef einn úr fjölskyldunni er í björgunar- sveit þá er öll fjölskyldan í starfinu“ Kristín og Vilhelm í fjallgöngu. Gleðilegt ár, starfsfólk Nings

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==