Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 23 Litur: CMYK 100, 83, 29, 15 RGB 26, 63,112 á gamlársdag. Þær hafi síðan setið nokkur námskeið á vegum sveitarinnar eins og t.d. skyndihjálp. Fyrstu árin sem hún og Villi voru saman fannst henni það ótrúleg elja hvað hann nennti að leggja á sig í starfinu. Það hafi verið sér óskiljanlegt að hann nennti að vakna kl. 6 á laugardagsmorgnum til þess að fara á æfingar eða ferðir, á þeim tíma sem að flestir væru enn í fasta svefni. „Það gat oft verið erfitt að vita ekki hvað Villi var að fara út í þegar að útkallið kom, hvert hann var að fara, hvað var að gerast eða hversu lengi hann yrði í burtu. Oft leitaði hugurinn að aðstæðum þess slasaða/týnda. Yfirleitt náði maður að sofna aftur ef útkall kom að nóttu til, en auðvitað kom það fyrir að maður yrði stundum andvaka, sérstaklega ef veðrið var mjög slæmt”. Hún segir eitt útkall sitja sérstaklega í sér. Þá var Villi, ásamt félögum úr HSSK, á æfingu á jökli á afmælisdegi hans. Hann hringir síðan og segir að hann sé á heimleið. Hún hafi því ákveðið að fara í búð og versla eitthvað gott í matinn í tilefni dagsins. Skömmu síðar fær hún símtal frá formanni sveitarinnar um að það hafi orðið slys á jökli, en ekki fylgdi sögunni hver hefði slasast. Hafi þyrla flutt nokkra úr sveitinni aftur upp á jökul til að aðstoða. Þegar búið var að koma viðkomandi í þyrluna voru hinir skildir eftir og þurftu þeir að grafa sig í fönn meðan þeir biðu í nokkrar klukkustundir eftir að snjóbíll kæmi til þeirra. Kom bóndinn því ekki heim fyrr en daginn eftir. Því miður lést félagi í sveitinni í þessu slysi þannig að það tók mikið á mannskapinn. Kristín segir að þrátt fyrir þá truflun sem að starfið gat vissulega haft á fjölskyldulífið þá hafi hún aldrei orðið pirruð þegar að Villi fór í útköll. Hann var að sinna mjög óeigingjörnu starfi við að hjálpa öðrum. Áramótin voru síðan alveg sérkafli. Strax í byrjun sambúðar þeirra gerði Villi henni það ljóst að það væri ekki til neins að reyna að fá hann í jólaboð eða í raun nokkuð annað slíkt, þar sem að tíminn frá öðrum degi jóla og fram á gamlárskvöld var alfarið frátekinn í flugeldavinnu. Það þurfti að setja upp sölubúðirnar strax um jólin. Síðan tók salan við og frágangi lauk ekki fyrr en liðið var á gamlárskvöld. Kristín fór að starfa með Slysavarnardeild Kópavogs árið 2019 og er formaður deildarinnar í dag. Slysavarnardeildin starfar náið með Hjálparsveitinni og hefur HSSK oftar en einu sinni boðið félögum deildarinnar að vera með á námskeiðum sveitarinnar. Þær eru einnig duglegar að hjálpa til við eitt og annað sem að snýr að starfi sveitarinnar eins og t.d. flugeldasölu. Sléttum 30 árum eftir að Villi varð fullgildur félagi í HSSK, fetaði Viktor, sonur þeirra í fótspor hans. Þeir feðgar eru því báðir starfandi í dag og hafa m.a. farið í útköll saman. Það má því kannski segja að sonurinn sé búinn að taka við keflinu af „gamla” manninum, þar sem að hann er mjög virkur í starfinu, svipað og pabbi hans 30 árum áður. Hún viðurkennir að auðvitað hafi hún stundum einhverjar áhyggjur þegar þeir fara í burtu, sérstaklega í slæmum veðrum. En á móti kemur að þá veit hún að þeir eru vel þjálfaðir og í góðum félagsskap. Hún segist oft grínast með það heima að þrátt fyrir að feðgarnir hafi báðir sótt námskeið í leitartækni þá virðast þeir oft eiga erfitt með að finna ýmsa smáhluti heima fyrir. Einnig eiga þau Villi dótturina Heklu, sem að fann sinn áhuga í handboltanum. „Líklega væri hún líka í sveitinni ef handboltinn ætti ekki hug hennar allan”. En lokaorð Kristínar í þessu spjalli okkar eru „ef að einn úr fjölskyldunni er í björgunarsveit þá er öll fjölskyldan í starfinu.” Aðalsteinn Baldursson Við erum ekkert án ykkar Í gegnum tíðina hefur HSSK fundið fyrir ómetanlegum stuðningi frá samfélaginu. Þegar við höfum selt flugelda og Neyðarkallinn hafa bæjarbúar alltaf stutt vel við bakið á okkur. En stuðningurinn hefur falist í svo mörgu öðru. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa látið okkur í té mat og drykk þegar við erum í löngum eða krefjandi verkefnum, stutt við okkur með fjárframlögum og gjöfum á ýmsum búnaði. Ekki má gleyma vinnuveitendum, sem að leyfa okkar fólki að hlaupa úr vinnu þegar að neyðarkallið kemur. Allt þetta hefur gert okkur kleift að vaxa og styrkjast. Síðast en ekki síst ber að nefna fjölskyldur félaga sem oft þurfa að grípa boltann þegar kallið kemur. Ef ekki kæmi til þeirra stuðningur og skilningur á björgunarsveitarstarfinu þá væri HSSK ekki það sem hún er í dag. Við erum til staðar fyrir ykkur en við værum ekkert án ykkar. Viktor, til vinstri, sonur Vilhelms og Kristínar í einni af ferðum sveitarinnar með Brynjari Birgissyni. MYND: GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==