Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

24 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 F lugeldasala hefur verið fjáröflun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi (HSSK) svo gott sem frá stofnun hennar. Fyrir um 50 árum var aðeins einn aðili sem seldi flugelda í Kópavogi og það var Kalli í málningarvöruversluninni Álfhól í Hamraborg. Stjórnendur HSSK og frumkvöðlar gengu á fund Kalla og báðu hann að eftirláta HSSK þessa fjáröflun. Því var tekið ljúfmannlega og síðan þá hefur HSSK selt flugelda í Kópavogi. Frá upphafi sölunnar hefur HSSK notið stuðnings fyrirtækja, sem lánað hafa húsnæði sitt undir flugeldasölu og má þar t.d. nefna Toyota sem lánaði bílasali sína á meðan fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Nýbýlavegi. Þar var HSSK með stórmarkað flugelda. Þegar Toyota flutti úr bænum voru góð ráð dýr því þá vantaði öflugan sölustað miðsvæðis í bænum. Þá komu Kraftvélar til skjalanna og í 24 ár hefur HSSK fengið þeirra húsnæði lánað. Um hver áramót hefur þar verið starfrækt öflug flugeldasala og eru félagar HSSK þakklátir Kraftvélum Flugeldafjör í desember fyrir stuðninginn. Ævar Björn Þorsteinsson og Viktor Karl Ævarsson, sonur hans eru forsvarsmenn Kraftvéla. Ritnefnd hitti Viktor Karl framkvæmda- stjóra sölu- og markaðssviðs Kraftvéla og ræddi þetta mikilvæga framlag Kraftvéla til björgunarmála. Fyrirtækið Kraftvélar í Kópavogi er mikilvægur bakhjarl HSSK. Kraftvélar kaupa stóra neyðarkallinn ár hvert og lána einnig húsnæði sitt undir flugeldasölu og hafa gert síðan árið 1998. Það voru stjórnendur HSSK sem komu að máli við Ævar Björn Þorsteinsson, árið 1998 sem var þá og er enn í dag forstjóri Kraftvéla og óskuðu eftir að fá húsnæði fyrirtækisins að láni til flugeldasölu. Þessu erindi var vel tekið og fyrirtækið lánaði sveitinni sýningarsal fyrirtækisins. Sveitin var þar með 150 fermetra verslun og það var mikið umstang að fylgja öllum reglugerðum um brunavarnir því sýningarsalurinn er glerbygging upp á tvær hæðir og skrifstofurými Kraftvéla er á efri hæð þar sem opið er inn í sýningarsalinn. Seinna voru kröfur um brunavarnir hertar enn frekar og þá var þetta húsnæði ekki lengur nothæft fyrir flugeldasölu. Nú voru góð ráð dýr og eitt ár leið án þess að HSSK væri með aðstöðu í Kraftvélum en svo þegar aftur komu áramót ákváðu forsvarsmenn Kraftvéla að tæma lyftaraverkstæðið sem er um 500 fermetrar og lána HSSK allt Lyftaraverkstæðið áður en það er tæmt fyrir flugeldasöluna. Nóg að gera í Kraftvélum. MYNDIR: ÍRIS MARELSDÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==