Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

26 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Kraftvélum fyrir góðan stuðning í áratugi og óskar fyrirtæki farsæls komandi árs. Flugeldavinna félaga HSSK Að vera í hjálparsveit er lífstíll og í desember er það ekki greni- og bökunarilmur sem vekur eftirvæntingu félaga HSSK heldur er það púðurlykt sem vekur tilhlökkun á meðan beðið er eftir jólum og áramótum. Í byrjun desember hefst flugeldaundirbúningur og félagar HSSK mæta galvaskir í hús við að smíða hillur, mála borð og laga skiltin sem vísa veginn að flugeldasölumörkuðum.. Þegar flugeldar koma í hús og þarf að raða, stafla og merkja. Ekki má skilja flugeldana eftir eftirlitslausa og félagar skiptast á að sofa í húsi með talstöðvar undir kodda, tilbúnir að láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Stutt hlé er tekið frá flugeldaamstri á Þorláksmessu og fram á annan dag jóla en þá er gert allsherjarboð og allir félagar mæta á dekk við að setja upp búðir og raða vörum á sinn stað. Flugeldasölustaðir opna á fjórða degi jóla og það er opið i 12 tíma á dag fram á síðasta dag ársins. Á gamlársdagsmorgun hittast félagar HSSK klukkan átta í áramótakaffi í bækistöð HSSK og ekkert er til sparað. Heitt súkkulaði er þá í boði og hlaðborð sem svignar undan kræsingum sem félagar slysavarnadeildarinnar í Kópavogi töfra fram. Slysavarnadeildin lætur ekki sitt eftir liggja og framleiðir dýrindis kvöldverði alla daga flugeldasölunnar ásamt bakkelsi með kaffinu og veitingum er dreift á alla sölustaði. Að morgunverði loknum fara félagar á sína sölustaði og selja flugelda þar til lítið er eftir í hillum. Þegar líður að gamlárskvöldi er verslunum lokað og félagar byrja að tæma flugelda af útsölustöðum og færa það sem eftir er af varningi út í bækistöð HSSK í eldvarða geymslu. Svo er tekið til við að taka niður hillur og skila húsnæði í sama ástandi og tekið var við því. Alla sölustaði þarf að tæma áður en farið er heim í áramótakvöldverð. Félagar koma heim um klukkan 20.00 á Gamlárskvöld og á mörgum heimilum er beðið með matinn. Margir félagar fara svo út aftur til að sinna vörslu við áramótabrennuna og aðrir sinna flugeldasýningunni. Þeir sem eiga frí eru með hugann við sölutölur og frágang. Stemning jóla og áramóta litast af flugeldastússi og margir vilja ekki hafa jólin neitt öðruvísi. Fyrstu tvær vikur janúar mánaðar eru notaðar í flugeldafrágang og svo færist hjálparsveitarlífið aftur í hefðbundinn farveg ferða, æfinga, fræðslu og viðhaldsstunda á tækjum og búnaði sveitarinnar. Myndahappdrætti barnanna HSSK er með marga snillinga innanborðs sem saman mynda harðsnúin hóp sem er tilbúin að fara út í hvaða veður sem er og takast á við erfið verkefni þegar aðrir vilja helst vera undir sæng. Í sveitinni er einn félagi sem ekki aðeins býður vondu veðri upp í dans, hún kann hún líka að setja sviðsmyndir úr hjálparsveitarstarfi upp á myndrænu formi. Þetta er hún Olga Kolbrún Vilmundardóttir, landfræðingur sem á hverju ári teiknar mynd fyrir börn til að lita og skilar myndinni í þetta blað við fögnuð yngstu viðskiptavina HSSK. Þetta árið er það einmitt óveður sem hún setti á blað enda hefur óveður haft áhrif á starf HSSK þetta árið í formi fjölmargra útkalla og beiðna um aðstoð. Stundum „hefur ekki verið stætt í skjóli“. Börn eru hvött til að skila lituðum myndum í kassa sem finna má á flugeldasölustöðum HSSK og svo er dregið úr innsendum myndum. Vinningar eru í formi fjölskyldukassa með flugeldum og vinningshafar sækja þá á flugeldamarkaðinn í bækistöð Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á gamlársdagsmorgun. Í fyrra voru það Oddur Unnar Sigurjónsson, 8 ára Garðbæingur og Vilhjálmur Gísli Guðnason, 9 ára Kópavogsbúi, sem unnu í myndahappdrættinu og við rétt náðum að festa þennan viðburð á mynd áður en þeir hurfu út í áramótagleðina. Íris Anna Elvarsdóttir félagi í Krakkasveit HSSK sá um að afhenda vinningana að þessu sinni. Aldrei of seint að segja: Til hamingju! Það er aftur komin aðventa og flugeldar eru komnir í hús. Hjálparsveitin mun sem fyrr standa vaktina fyrir ykkur kæru Kópavogsbúar sem og fyrir alla landsmenn. Um áramót biðjum við ykkur að standa vaktina með okkur með því að kíkja til okkar á sölustaðina. Við tökum vel á móti ykkur! Íris Marelsdóttir Lyftaraverkstæðið áður en það er tæmt fyrir flugeldasölu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==