Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
30 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 F yrsta útkall mánaðarins kom þann 3. febrúar með leitinni að flugvélinni TF-ABB, sem varð ein umfangsmesta leit sem farið hefur fram undanfarin ár. Í fyrstu var leitarsvæðið afmarkað svona um það bil af suðvesturhorninu eins og það leggur sig. Eftir því sem frekari gögn bárust til leitarstjórnar þrengdist leitarsvæðið og föstudaginn 4. febrúar var aðaláherslan lögð á Þingvallavatn og næsta nágrenni. Þann dag gerðist það, trúlega í fyrsta sinn í sögu sveitarinnar, að allar tegundir farartækja hennar voru í sömu leitaraðgerð á sama tíma; bílar, bátar, snjóbíll og snjósleðar. Bátar sigldu á Þingvallavatni, drónahópur var við Úlfljótsvatn, göngufólk gekk valin svæði og beltatækin leituðu hugsanlegra ummerkja á Lyngdalsheiði. Upp á Lyngdalsheiði voru fjölmargir vélsleðar settir í langa leitarlínu til að skanna sem stærst svæði. Sleðar sveitarinnar voru þarna á meðal allra hinna á akstri þegar það gerist að einn sleða okkar ekur fram af hengju og fellur um 6 metra niður í hrauninu. Einn félaga okkar slasaðist alvarlega í slysinu en hefur náð sér það vel á strik að hann er farinn að mæta út í sveit að sinna ýmsum verkefnum. Minni bátar sveitarinnar aðstoðuðu á Þingvallavatni við að staðsetja vélina, þjónusta kafara og við björgun vélarinnar upp úr vatninu. Heildarfjöldi vinnustunda hjá félögum HSSK við leit og björgun á TF-ABB varð um 770 eða 96 vinnudagar. Sunnudaginn 6. febrúar var rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og voru 29 félagar sveitarinnar í startholunum í húsnæði sveitarinnar frá því um kvöldmatarleytið. Svo komu óveðrin og ófærð á færibandi næstu þrjár vikurnar. Á 22 daga tímabili milli 6. og 28. febrúar komu 10 útköll tengd óveðri og ófærð á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni. Það er óhætt að segja að vetur konungur hafi heldur betur látið til sín taka og án efa er þetta ótrúlega veðurfar mörgum enn í fersku minni. Febrúar engum líkur Mánuður hinna mörgu óveðra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==