Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

32 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 www.natkop.is - natkop@natkop.is Sundlaug Kópavogs Opið á Gamlársdag frá 8:00 - 12:00 Lokað á nýársdag SUNDLAUGAR KÓPAVOGS OPIÐ Á GAMLÁRSDAG FRÁ 8–12 OPIÐ Á NÝÁRSDAG FRÁ 10–18 fyrir framan björgunarmiðstöð sveitarinnar. Vettvangsstjórn fékk að nota aðstöðu bækistöðvar, lögregla og Landhelgisgæsla mættu einnig á svæðið. Þennan dag hlánaði mjög ofan í mikið snjómagn og einhverju sinni var svo komið að það þurfti nánast klofstígvél til að komast að og frá húsi. Var þá send út vösk sveit vopnuð skóflum og járnköllum ásamt lauslegum leiðbeiningum um hvar niðurföll væri að finna fyrir framan húsið. Þau héldu út á bílaplan og byrjuðu að pjakkast í vatnselgnum í örvæntingarfullri leit að niðurföllum. Hvar þau stóðu þarna í leit sinni er hliðarhurð á svörtum ómerktum bíl, sem var á planinu, svipt upp og spurt: „Hverju eruð þið að leita að?”. Þau svöruðu sem var, þau væru að leita að niðurföllum. „Augnablik” var sagt, maðurinn hvarf augnablik og mætti svo aftur með málmleitartæki! Fann niðurföllin á tveimur mínútum og hvarf aftur inn í bíl. Landhelgisgæslan með allar græjur. Síðar þennan dag kom þyrlan til leitar á hafnarsvæðinu og á sama tíma kom einn félagi sveitarinnar á kranabíl sínum til að aðstoða við að berja klakabrynjur ofan af þaki hjá okkur. Ekki gengur að eiga á hættu að ísskriða falli beinlínis beint ofan á félaga og tæki sveitarinnar. En ekki var nú allt búið þennan daginn. Klukkan rúmlega fimm síðdegis kom útkall vegna mikillar ófærðar upp á Mosfellsheiði. Tveir jeppar sveitarinnar fóru þegar af stað og tveimur tímum síðar var einnig óskað eftir snjóbílnum til aðstoðar upp á Hellisheiði og í Þrengslin. Um svipað leiti voru tveir bílar farnir með hópa í innanbæjarverkefni enda var appelsínugula viðvörunin komin upp í rauða. Tveir snjósleðar fóru úr húsi síðar um kvöldið og fóru á Hellisheiðina. Síðasta hópur kom til baka í hús rúmlega hálfþrjú um nóttina, tæpum 20 klst. eftir að fyrra útkall dagsins kom. Allir komust því heim fyrir rest eftir mislangt úthald og lögðust þreyttir á koddann. En ekki fengu þau að sofa lengi því annað óveðursútkall kom 4 klst. síðar eða rúmum 24 tímum eftir fyrra útkall dagsins áður. Vala Dröfn Hauksdóttir Björgunarsveitarfólk í óveðursútkalli. MYND: GUÐMUNDUR ÖRN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==