Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
34 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 F erðaþyrst björgunarsveitarfólk, 7 einstaklingar úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi og einn úr Tindum í Hnífsdal, fóru á gönguskíðum yfir Glámuhálendið helgina 22.-24. apríl. Ferðin var skipulögð með stuttum fyrirvara, en tvær úr hópnum eru búsettar á Ísafirði og þótti því tilvalið skoða þeirra nærhálendi. Alli ferjaði mannskapinn frá Reykjavík og vestur í Hattadal þar sem gangan hófst. Seinnipart föstudags var haldið af stað á gönguskíðum upp brattar hlíðar Hattsins. Ferfættur aðdáandi hópsins vildi ólmur slást með í förina, en þar sem hann hafði hvorki skíði né vistir fékk hann ekki að fara með. Þegar upp á heiðina var komið tók á móti hópnum þoka, sem fylgdi honum það sem eftir var ferðar, eða hér um bil. Gengið var 10 km þennan fyrsta dag og slegið upp tjaldbúðum í hlíðum Lambadalsfjalls, ofan við Hestfjörð. Árrisulir sáu til sólar að morgni annars dags.- en aðeins í örfáar mínútur og þeir sem kúrðu inni í tjaldi misstu af þessari fágætu sýn. Haldið var af stað og gengið yfir Glámuhálendið. Upphaflega var áætlað að ganga á Sjónfríð en sökum lélegs skyggnis var tekin ákvörðun um að skera meðfram hlíðinni í stað þess að fara yfir fjallið. Gengnir voru 26 km þennan dag og tjöldin reist við mosavin sunnan Glámu. Þriðji og síðasti göngudagur var tekinn snemma og stefnan sett á Vatnsfjörðinn. Snjólínu var haldið eins lengi og auðið var og komið niður um veginn sem liggur um Þingmannaheiði. Síðasti spottinn var tekinn á tveimur jafnfljótum og endað niður við þjóðveginn. Þar beið bíllinn og hópurinn keyrður rakleiðis í bað í hellulaug. Að lokum var farið í Flókalund þar sem eldaðir voru hamborgarar. Nöfn ferðalanga: Aðalsteinn Baldursson Bjarki Húnn Svavarsson Dagbjört Ásta Jónsdóttir Haraldur Helgason Heiða Jónsdóttir (Aðalbjargar) Heiður Þórisdóttir Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir Simon Joscha Flender Yfir Glámuhálendið á gönguskíðum Skíðagöngufólk í upphafi ferðar. MYND: AÐALSTEINN BALDURSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==