Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

38 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 A ldrei þessu vant voru það svokallaðir „nýliðar 3“ en ekki „nýliðar 2“ sem þreyttu stöðupróf þetta árið en það er almennt tekið eftir tveggja ára nýliðaþjálfun og veitir inngöngu í hjálparsveitina. Allt voru það nýliðar sem höfðu tekið þjálfunina á lengri tíma. Ýmsar ástæður voru fyrir því en heimsfaraldur líklegast ein sú helsta. Þegar fór að styttast í stóra daginn fór stressið að gera vart við sig en góður undirbúningur og félagsskapur hinna nýliðanna hjálpaði að sigrast á því. Seinnipart föstudags, þann 29. apríl, mættum við upp í björgunarmiðstöð með áttavita og reglustiku, undirbúin fyrir að eyða nóttinni uppi á heiði. Eftir skriflegt próf þar sem mátti heyra heila braka lögðum við af stað í rökkrinu út úr bænum og í átt að Hellisheiði. Eftir að nokkrum nýliðum hafði verið hleypt út úr bílnum var komið að mér. Ég hélt út úr bílnum og kallaði í talstöðina „Kópur Hús, Kópur Lára er lögð af stað.” Þó að klukkan segði mér að það væri kominn háttatími þá var þreytan ekki til staðar, bara adrenalín og hugsunin „af hverju er ég aftur að þessu?!” Um nóttina fékk ég svarið við nákvæmlega þessari spurningu. Ég var að þessu til þess að sýna hvað ég hef lært í þjálfuninni, að ég sé hæf til að bjarga fólki og geti unnið undir álagi í aðstæðum þar sem ég er ekki upp á mitt besta. Ég var þreytt, ég vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast og það var kalt og myrkur. Allt eru þetta aðstæður sem björgunarsveitarfólk þarf að geta unnið við. Þrautirnar reyndu á hausinn og orkuna, allt frá því að skipuleggja leit að einstaklingi í að grafa upp úr snjóflóði. Þess á milli reyndi ég að rata á milli punkta á korti með áttavita einum saman. Á einum tímapunkti gerði þoka og myrkur það að verkum að ég hélt að ég væri á réttri leið en hafði gengið í hring. Ég var mætt aftur á sama punkt og hitti sama björgunarsveitarfólkið. Eftir smá örvæntingarhlátur reyndi ég aftur og fann að lokum næsta punkt. Um fjögur um morguninn, þegar um fjórir tímar voru eftir af þessu fjöri, fór sólin að gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn. Ég hreiðraði um mig á steini með nesti og hugsaði hvað hjálparsveitin okkar og starfið er nú frábært. Yfir nóttina hafði ég hitt fjöldann allan af flottu björgunarsveitarfólki sem hefði svo auðveldlega geta verið heima hjá sér sofandi. En þetta fólk valdi að verja nóttinni sinni í að þjálfa fleiri björgunarsveitarfólk. Fjórum tímum seinna gátum við loksins fagnað sigri eftir langa nótt, marga kílómetra og mikla óvissu. Ég lagðist síðan loksins á koddann heima um tíuleytið þennan morgun, verðandi fullgild björgunarsveitarkona, stolt og þakklát fyrir að vera hluti af þessu magnaða sjálfboðaliðastarfi. Lára Kristín Þorvaldsdóttir Stöðupróf nýliða Niðamyrkur á heiðinni. MYND: DAGUR ADAM Þoka og myrkur ummiðja nótt. MYND: LÁRA KRISTÍN Fjallið og sólarupprás. MYND: LÁRA KRISTÍN Þreyta og þrot við sólarupprás. MYND: LÁRA KRISTÍN St af fry Hj no fyr

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==