Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

40 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Leit að karlmanni í Reykjavík 6. desember 2021 kl. 20:40 F2 Leit á sjó og á landi. 15 manns tóku þátt. Leit að stúlku í Kópavogi 8. desember 2021 kl. 18:49 F2 Leit á sjó og á landi. 19 félagar komu að þessari leit. Leit að konu í Hafnarfirði 12. desember 2021 kl. 23:57 F2 Konan fannst heil á húfi nokkrum mínútum eftir að útkall barst. Strand við Vatnsleysuströnd 16. desember 2021 kl. 22: 58 F3 Erlendur frystitogari strandar utan við Vatnsleysuströnd. Stefnir fer í útkallið með 5 manna áhöfn og voru þeir að í 5 klst. Áhöfn togarans var bjargað frá borði. 9 félagar komu að verkefninu. Leit að karlmanni í nágrenni höfuðborgarinnar 20. desember 2021 kl. 12:50 F2 Leitað að bifreið viðkomandi og síðan manninum. 19 félagar komu að verkefninu. Leit við Reykjavíkurhöfn 26. desember 2021 kl. 22:31 F2 Tveir bátar sveitarinnar fóru í verkefnið. 14 manns tóku þátt. Leit í Elliðaárdal 28. desember 2021 kl. 15:45 F2 Leitað að manni í Elliðaárdal. 19 félagar tóku þátt. Gróðureldar á Gamlárskvöld 31. desember 2021 kl. 23:35 F3 Aðstoð við slökkvilið vegna gróðurelda víða um höfuðborgarsvæðið. 10 félagar vörðu nýársnótt í þessu verkefni. 2022 Verðmætabjörgun í Mosfellsbæ 8. janúar kl. 02:50 F3 Flutningabíll með fiskikör í árekstri norðan við Mosfellsbæ. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita við að bjarga fiski úr bílnum. 3 félagar tóku þátt. Eftirgrennslan í Reykjanesbæ 14. janúar kl. 3:24 F2 Óskað eftir aðstoð sveitarinnar vegna leitar í Reykjanesbæ. Afturköllun kom þegar fyrsti maður var kominn í húsnæði sveitarinnar. ÚTKÖLL ÁRSINS F rá desember 2021 til nóvemberloka 2022 hefur sveitin farið í 92 útköll. Inni í þessum tölum eru ekki upplýsingar um verkefni sem komu þegar sveitin var á hálendisvakt en þær má sjá í annarri grein í blaðinu. Tveir mánuðir skera sig sérstaklega út á árinu. Febrúar með 18 útköll sem er mesti fjöldi útkalla á einum mánuði frá upphafi skráninga (árið 2004) og júlí með sögulegan fjölda útkalla um mitt sumar eða 12 útköll. 3.082 vinnustundir fóru í þessi 92 útköll og mættu 106 félagar einu sinni eða oftar í útkall yfir árið en mætingarnar voru nokkuð yfir 3.000 talsins. Félagar eru þannig að mæta í fjölmörg útköll yfir árið, en þeir sem mætt hafa oftast eru með tugi mætinga á ári hverju. 15,5% útkalla tímabilsins eru vegna ófærðar og/eða óveðurs og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra í fjölda ára. Þegar sveitin fer í útköll er ekki eingöngu að mæta í húsnæði sveitarinnar fólk sem fer á vettvang aðgerðar, heldur einnig baklandið sem er í húsi, Björgunarmiðstöð Kópavogs. Það er fólkið í bækistöð og þeir sem komast ekki í fyrsta viðbragð en eru tilbúnir að fara út með næstu bílum/hópum eða aðstoða við móttöku á fólkinu okkar eftir erfið útköll. Í starfi björgunarsveita vinna allir saman að markmiðinu - að bjarga mannslífum og verðmætum í hættu. Útköllin eru að koma á öllum tímum sólarhrings alla daga vikunnar allan ársins hring. Við erum ávallt tilbúin til útkalls. GRÆNT dagleg verkefni Slysi eða atburði er sinnt af fáum viðbragðsaðilum eða stofnunum. GULT stærri og flóknari aðgerðir Alvarlegt slys eða atburður svo sem leit á einu svæði eða þörf er á að margir viðbragðsaðilar eða stofnanir sinni verkefninu. Þörf á forgangshraða viðbragðsaðila ræðst af alvarleika slyss eða atviks F1 - Mesti hraði F2 - Mikill hraði F3 - Lítill hraði F4 - Ekki forgangur F5 - Skipulögð verkefni Við útkallsboðun er notað litakerfi til að veita viðbragðsaðilum upplýsingar um hversu mikils viðbúnaðar sé þörf RAUTT stórslys og hamfarir Mjög umfangsmikið slys eða atburður svo sem leit eða björgun við erfiðar aðstæður eða á mörgum svæðum. Þörf á aðkomu mikils fjölda viðbragðsaðila eða stofnana og aukin þörf á samhæfingu og stjórnskipulagi almannavarna. SVART þjóðarvá Þjóðarvá; hamfarir eða atburðir sem hafa áhrif á mörg umdæmi á sama tíma. MYND: SIGURBJÖRG METTA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==