Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

42 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Leit að konu í Kópavogi 16. janúar kl. 07:00 F2 Leit að konu í efri byggðum Kópavogs. 10 manns komu að verkefninu. Vélavana bátur við Engey 21. janúar kl. 16:14 F2 Stefnir var lagður af stað úr höfn þegar afboðun kom. Snarlega var ákveðið að breyta leitarútkallinu í æfingu. 6 manns komu að verkefninu. Snjóbílabjörgun á Vatnajökli 23. janúar kl. 13:00 F4 Aðstoð við að sækja bilaðan snjóbíl upp á Vatnajökul. Sólarhringsverkefni sem leystist vel að lokum en með ýmsum óvæntum verkefnum, t.d. framdrifslokuskiptum uppi á jökli, festum og fleiru skemmtilegu. 16 einstaklingar komu að verkefninu á einn eða annan hátt. Óveður áhöfuðborgarsvæðinu 25. janúar kl. 13:26 F2 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta verkefni var að bjarga okkar eigin þaki, Kári fer ekkert í manngreinaálit þegar hann velur sér þök að leika við. 9 einstaklingar mættu í fjörið. Bátur við Engey 26. janúar kl. 12:06 F2 Aðstoð við lögreglu vegna báts við Engey. 7 manns komu að verkefninu. Leit á Seltjarnarnesi 30. janúar kl. 03:00 F2 Erlendur ferðamaður á leið í náttstað varð viðskila við ferðafélaga. Afboðað 12 mínútum eftir útkall en þá þegar voru 3 félagar komnir í hús. Leit að TF-ABB 3. febrúar kl. 14:56 F2 Cessnu með 4 um borð saknað. Víðtæk leit fer í gang og stóð í á annan sólarhring. Til að byrja með var allt SV horn landsins undir sem líklegt leitarsvæði. Í þeim tveimur útkallslotum sem fóru fram á þessu tímabili voru 73 mætingar hjá okkar félagsfólki, sumir mættu í tvígang. Eftirleit v. TF-ABB á Þingvallavatni 6. febrúar kl. 09:00 F3 Búið var að einangra leitina við Þingvallavatn og næsta nágrenni. Minni bátar sveitarinnar mættu í leitina ásamt dróna- og gönguhópi. 18 manns mættu í aðgerðina. Óveður áhöfuðborgarsvæðinu 6. febrúar kl. 21:30 F3 Svæðisstjórn óskaði eftir að sveitin væri með mannskap í húsi frá miðnætti vegna slæmrar veðurspár og líkinda á ófærð. Um 26 félagar voru mættir í hús ummiðnætti og voru tilbúnir til aðgerða. Þegar mest gekk á voru 5 hópar frá sveitinni út um alla borg (og nærsveitir) í verkefnum. Alls komu 29 meðlimir sveitarinnar að þessu útkalli. Eftirleit á Þingvallavatni - flutningur bjarga 9. febrúar kl. 14:30 F3 Óskað var eftir aðstoð sveitarinnar við að koma gámmeð afþrýstiklefa Landhelgisgæslunnar austur á Þingvelli svo unnt væri að senda kafara niður að flugvélaflaki. 2 félagar sveitarinnar fóru á vörubílnum austur með gáminn. Eftirleit á Þingvallavatni 10. febrúar kl. 8:00 F3 Tveir bátar sveitarinnar fóru austur að Þingvallavatni til að aðstoða kafara í eftirleit. 4 félagar úr bátaflokk fóru í verkefnið og bækistöð fylgdist að venju með. Eftirleit á Þingvallavatni - flutningur bjarga 12. febrúar kl. 14:00 F3 Gámurinn með jafnþrýstiklefanum fluttur aftur í bæinn. Ófærð á höfuðborgarsvæðinu 14. febrúar kl. 9:54 F3 Ófærð í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu. Snjóbíll og öflugur jeppi fara í verkefni sem og vörubíllinn. 13 manns mættu í þetta útkall. Ófærð, sækja strandaglópa að Hafravatni 15. febrúar kl. 11:15 F3 Óskað var eftir aðstoð sveitarinnar við að sækja erlenda ferðamenn sem voru innlyksa í sumarbústað í grennd við Hafravatn. 2 menn fóru á snjóbílnum og sóttu fjölskylduna. Barn í sprungu á Þingvöllum 15. febrúar kl. 13:32 F1 Barn féll um 7 metra ofan í sprungu. Undanfarar bregðast skjótt við og halda strax af stað á einkabílum til að hafa sem hraðast viðbragð. Einn þeirra náði skjótt á staðinn og aðstoðaði við björgunina. Í hús voru komnir um 20 félagar tilbúnir að hlaupa til ef þyrfti enda er félögum gjarnan mikið í mun að halda snöggu viðbragði þegar börn eiga í hlut.. Alls komu að þessu útkalli 23 félagar í sveitinni. Fastir bílar á Vigdísarvallarvegi 17. febrúar kl. 02:51 F3 Tveir jeppar á ferð á Vigdísarvallarvegi, annar þeirra fastur og ekki náðist að losa hann. Snjóbíll fór á staðinn til að losa þann fasta og fylgja bílunum niður á þjóðveg. 5 manns fóru í verkefnið. Höfuðborgarsvæðið - bílfestur 19. febrúar kl. 15:13 F3 Ófærð innanbæjar og um kvöldið var það komið upp á Sandskeið. Snjóbíll og jeppar fóru í hin ýmsu verkefni, fyrst innanbæjar og síðan undir kvöld var farið upp á Sandskeið vegna umferðaröngþveitis þar í ófærðinni. Alls komu 14 félagar að þessu verkefni. Leit að manni í Kópavogi 21. febrúar kl. 7:05 F3 Leit að manni í vesturbæ Kópavogs. 24 félagar tóku þátt í leitinni og voru 39 mætingar tengdar þessari leit. Höfuðborgarsvæðið - óveður 21. febrúar kl. 17:20 F3 Appelsínugul veðurviðvörun sem síðan varð rauð. Snjóbíll og snjósleðar fóru á Mosfellsheiði að bjarga fólki úr föstum bílum. Önnur farartæki fóru í hin ýmsu verkefni út um allan bæ. Alls mættu 34 félagar í góða veðrinu og tóku þátt í aðgerðum. Ófærð Þrengslum og Svínahrauni 22. febrúar kl. 12:00 F2 Gífurlegur fjöldi bíla var fastur uppi í Svínahrauni og Þrengslum eftir veður dagsins áður. Aðstoð við að koma fólki í bíla. Í verkefnið fór snjóbíll sveitarinnar ásamt 2 jeppum. 12 félagar voru við störf fram á kvöld. Ófærð á Hellisheiði 23. febrúar kl. 11:08 F2 Óskað var eftir aðstoð sveita af höfuðborgarsvæðinu vegna ófærðar á Hellisheiði. Afboðun kom áður en hópur frá okkur fór úr húsi. Óveður á höfuðborgarsvæðinu 25. febrúar kl. 9:43 F2 Enn ein appelsínugul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Ófærðaraðstoð á Mosfellsheiði, ýmis fokverkefni í bænum. 8 félagar sinntu verkefninu og voru að í um sex klukkustundir. Leit á Álftanesi 26. febrúar kl. 16:05 F2 Leit að dreng á Álftanesi. Einn hópur fór til leitar. Kjósarskarð - fastur bíll 28. febrúar kl. 9:58 F3 Kallað var eftir aðstoð snjóbíls við að aðstoða fastan bíl í Kjósarskarði. Snjóbíllinn komst ekki út fyrir bæjarmörkin vegna bilunar, björgunartæki bila eins og önnur tæki. 4 félagar komu að verkefninu. 2004 0 25 50 75 100 125 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Fjöldi aðgerða 2004-2022 n Fjöldi aðgerða n Hlaupandi meðaltal n Hneigðarlína fyrir samtals

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==