Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 43 Þjónustuferð upp á Hellisheiði 1. mars kl. 10:50 F5 Þjónustuverkefni upp á Hellisheiði. 2 meðlimir á einum jeppa fóru í verkefnið. Sylgja - neyðarsendir 8. mars kl. 17:36 F2 Erlendir ferðamenn virkjuðu neyðarsendi staddir upp á hálendi í nágrenni við Sylgju. 2 undanfarar frá okkur fóru með þyrlu á staðinn. Snjósleðar og jeppar fóru einnig af stað. Hálfum sólarhring eftir að útkall berst koma síðustu menn til baka í hús. Alls fóru 14 félagar í verkefnið. Kall frá neyðarsendi á Fjallabaki 14. mars kl. 18:13 F2 Neyðarsendir fer í gang í Loðnugili austan Mýrdalsjökuls. Erlendur ferðamaður í vandræðum. Sleðar, snjóbíll og jeppar fara af stað. Alls komu 12 félagar að þessari aðgerð. Mosfellsbær - leit 24. mars kl. 21:51 F2 Leit afboðuð 2 mínútum eftir að útkall barst, viðkomandi fannst heill á húfi. Bækistöð var komin af stað í vinnu. Flugatvik Keflavík 27. mars kl. 12:04 F2 Reykur um borð í Airbus flugvél með 216 um borð. 4 félagar voru mættir í hús þegar afboðun kom eftir að vélin hafði lent heilu og höldnu. Leit á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl kl. 23:01 F2 Leit að eldri manni með alzheimer. Fannst eftir 2 klst leit. 8 manns komu að þessari aðgerð. Flugvélabjörgun Þingvallavatn 22. apríl kl. 7:00 F3 Báðir minni bátar sveitarinnar aðstoðuðu við björgun flugvélaflaksins upp úr Þingvallavatni. Hafnarfjörður - leit að konu 22. apríl kl. 14:59 F2 Leit að konu í Hafnarfirði. 14 félagar komu að leitinni. Vélavana bátur í Skerjafirði 23. apríl kl. 14:58 F3 Bátamenn voru í húsi og voru því snöggir að bregðast við. Afboðun kom þó áður en þeir náðu að leggja af stað. 3 félagar voru komnir á fullt í verkefnið. Grótta, vélarvana bátur 28. apríl kl. 12:03 F2 Aðstoð við að koma vélavana bát í tog. 5 félagar aðstoðuðu við málið. Perlan - leit að karlmanni 20. maí kl. 14:24 F2 Bíll viðkomandi fannst við Perluna. 4 félagar komu að leitinni. Vélarvana bátur við Álftanes 24. maí kl. 15:39 F2 Bátur var að verða klár til brottfarar þegar afboðun barst. 3 einstaklingar voru mættir í hús. Leit að barni við Mjóddina 26. maí kl. 17:19 F2 7 ára drengur skilaði sér ekki heim úr skólanum. 8 félagar í HSSK ruku af stað í leitina, drengurinn fannst um klst eftir að útkall barst. Kona í sjónum 28. maí kl. 22:38 F1 Kona sést ganga í sjóinn, björgunarsveitir kallaðar út til að leita að henni. Afboðun barst 11 mínútum eftir útkall þegar fyrsti maður var kominn í hús til að manna bækistöð. Leit að konu með heilabilun 29. maí kl. 16:16 F2 Sex aðilar frá HSSK tóku þátt leitinni, konan fannst heil á húfi. Bilaður bátur við Hjörsey 30. maí kl. 15:43 F2 Stefnir var ekki tiltækur þannig að sveitin komst ekki í verkefnið. Leit að 5 ára í miðborginni 4 júní kl. 18:23 F2 Drengurinn varð viðskila við forráðamenn sína. Kom í leitirnar fáummínútum eftir að útkall barst. 4 félagar voru þó mættir og farnir að undirbúa aðgerðir. Kona villt í þoku við Hengil 5. júní kl. 17:20 F2 Kona villtist í mikilli þoku á Hengis svæðinu. 10 félagar hjá okkur voru komnir í verkefni. Leit við Hrafnistu Hafnarfirði 12. júní kl. 16:10 F2 Leitarsvæðið var í nágrenni Hrafnistu og fannst konan heil á húfi 3 klst eftir að kallað var út. 10 félagar frá sveitinni voru mættir til starfa. Keflavíkurflugvöllur 13. júní kl. 01:15 F2 Airbus flugvél í eldsneytis vandræðum, sveitin sett í viðbragð. 2 aðilar mættu til undirbúnings. Hvannadalshnjúkur 16. júní kl. 21:13 F2 Óskað var eftir aðstoð snjóbíla af Bílabjörgun á Hellisheiði. MYND: SIGURBJÖRG METTA
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==