Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

44 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 höfuðborgarsvæðinu við að bjarga 14 manna hóp úr hlíðum Hvannadalshnjúks. Snjóbíll sveitarinnar hélt af stað síðar um kvöldið með sex manna áhöfn og kom ekki til baka fyrr en rúmum sólarhring síðar. Alls komu 16 sveitarfélagar að þessari aðgerð á einn eða annan hátt, meðal annars ein sem var stödd í bústað við Árnes. Hún bauð hópnum í grill á heimleiðinni enda var fólk orðið ansi þreytt eftir sólarhrings úthald. Óþreyttir bílstjórar voru sendir austur til að taka við akstri farartækja í bæinn. Helgafell - slasaður göngumaður 18. júní kl. 12:44 F2 Göngumaður fellur ofarlega í Helgafelli og slasast á fæti. Sex félagar sveitarinnar komu að þessari aðgerð. Glymur - slasaður göngumaður 29. júní kl. 16:29 F2 Óskað var eftir aðstoð sveita af höfuðborgarsvæðinu við böruburð í Glymsgili. Einn hópur var lagður af stað þegar afboðun kom, þau sneru því við í Kollafirði. Grafarvogur - leit að manni 30. júní kl. 16:27 F2 Leit að karlmanni með heilabilun í Grafarvoginum. Fimm sveitafélagar voru komnir í hús þegar maðurinn fannst heill á húfi. Grafarvogur - leit að unglingi 3. júlí kl. 10:33 F2 Fimm félagar voru komnir af stað þegar afboðun barst um 10 mínútum eftir útkall. Steinsholtsá Þórsmörk - fastur bíll 10. júlí kl. 17:49 F2 Sveitabíll með 2 félaga innanborðs var á leiðinni í bæinn úr sveitaferð þegar hann var kallaður upp í fjarskiptum og óskað eftir að hann sneri við og héldi inn í Þórsmörk vegna bíls sem væri fastur í Steinsholtsá með 2 innanborðs. Snúið var við og keyrt með hraði inn Markarfljótsveginn og að vettvangi. Þar voru komnir skálaverðir úr Þórsmörk sem einnig eru félagar í HSSK. Á sama tíma kom hópur frá Dagrenningu á Hvolsvelli. Vel gekk að ná bílnum á land, farþegar voru blautir og skelkaðir en að öðru leyti í lagi. Alls komu 6 félagar sveitarinnar að þessu verkefni á einn eða annan hátt. Lítil trilla í vandræðum við Álftanes 20. júlí kl. 19:55 F2 Lítil trilla strandar við Álftanesið. Bátaflokkur var í húsi og var Stefnir kominn af stað í verkefnið 5 mínútum eftir að útkall barst. Björgunarbátar frá fleiri sveitum komu einnig að málinu og Stefnir dró trilluna til hafnar í Kópavogi. Alls komu 6 meðlimir sveitarinnar að verkefninu. Keflavíkurflugvöllur hættustig 21. júlí kl. 07:22 F2 Þota í vandræðummeð flapsa. Bækistöð komin á vaktina þegar þotan lenti án vandræða. Böruburður á suðausturlandi 21. júlí kl. 17:00 F2 Svæðisstjórn á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarfélaga við að hlusta og skrá samskipti í fjarskiptum í aðgerð sem var í gangi í nágrenni Víkur í Mýrdal. Föst rúta í Krossá 22. júlí kl. 15:29 F2 Nokkrir félagar sveitarinnar störfuðu sem skálaverðir í Þórsmörk og vissi svæðisstjórn af tilvist þeirra þar. Það kom sér vel í nokkur skipti í sumar (sbr. Steinsholtsá hér aðeins ofar). Tveir félagar komu því að björgun 23 farþega úr rútu sem festist í Krossá. Engeyjarsund - vélavana bátur 24. júlí kl. 02:43 F2 Félagar í bátaflokk og bækistöð voru farnir að tínast í hús þegar afboðun kom. Einstaklingur í Brúará 24. júlí kl. 14:21 F1 Svæðisstjórn á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð straumvatnshópa á höfuðborgarsvæðinu við leit að einstakling sem féll í Brúará í Biskupstungum. Straumvatnshópur var við það að leggja af stað úr húsi þegar annað útkall berst og hópar á höfuðborgarsvæði eru beðnir að fara í það. Glymsgil - gönguslys 24. júlí kl. 14:53 F2 Fimmmanna hópur frá HSSK var kominn inn í Botnsdal þegar þyrla náði að hífa hinn slasaða um borð. Í þessu tilviki var björgunarsveitarhópum beint áfram á svæðið þó þyrla væri komin á staðinn. Það er alltaf möguleiki að þyrla nái ekki að hífa sjúkling og því er nauðsynlegt að vera með nægan mannskap á staðnum til að aðstoða við böruburð. Emstruleið eftirgrennslan 27. júlí kl. 22:10 F3 Svæðisstjórn á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð HSSK félaga í Langadal Þórsmörk við leit að áttavilltum ferðalöngum. Jafnframt var óskað eftir aðstoð bækistöðvar sveitarinnar við skráningu í aðgerðargrunn. 3 félagar sveitarinnar aðstoðuðu Sunnlendinga við þessa aðgerð. Leit á höfuðborgarsvæðinu 30. júlí kl. 14:06 F2 Leit að heilabiluðum einstakling í vesturbæ Reykjavíkur. Björgunarsveitarfólk fer líka í sumarfrí og því var mæting ekki með besta móti, einungis 2 félagar mættu í aðgerðina. Vélavana bátur við Viðey 30. júlí kl. 19:33 F2 Bækistöð fer í að kanna með Stefni, ekki tókst að manna bátinn. Valahnjúkur sjálfhelda 1 ágúst kl. 18:48 F2 Fimmmanna fjölskylda í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. 3 vaskir félagar sveitarinnar voru staddir í Þórsmörk og aðstoðuðu við björgun fólksins. Gosvakt 3. ágúst kl. 18:27 F2 Og það byrjaði aftur að gjósa við Fagradalsfjall þann 3 ágúst. Útkall Vélavana bátur færður að bryggju. MYND: VALA DRÖFN HAUKSDÓTTIR Þakplata fergjuð. MYND: SIGURBJÖRG METTA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==