Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

46 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 var sent á sveitir á höfuðborgarsvæðinu til að fá hópa í gæslu á svæðinu. Tveir hópar fóru frá okkur, alls 7 manns á tveim jeppum. Nóg var að gera hjá þeim á þessari vakt, einhverjum áverkum sinnt og áhugasömum gosgestum leiðbeint. Gosvakt í vettvangsstjórn 5. ágúst kl. 23:00 F5 Tveir meðlimir bækistöðvar aðstoðuðu við mönnun tveggja vakta (næturvakt og dagvakt) hjá vettvangsstjórn í Grindavík. Gosvakt í vettvangsstjórn 6. ágúst kl. 23:00 F5 Einn meðlimur bækistöðvar aðstoðar við mönnun á vettvangsstjórn í Grindavík. Gosvakt í vettvangsstjórn 7. ágúst kl. 23:00 F5 Tveir meðlimir bækistöðvar aðstoðuðu við mönnun tveggja vakta (næturvakt og dagvakt) hjá vettvangsstjórn í Grindavík. Seinni vakt þurfti að kalla út sveitir til leitar á gosstöðvum. Leit við gosstöðvar 8. ágúst kl. 15:42 F2 Fjögurra manna hópur villtur á leið niður frá gosstöðvum. Svæðisstjórn á Suðurnesjum ákveður að kalla einnig til hópa frá höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við leitina. HSSK var með töluvert af fólki í hálendisgæslu og því dræm mæting í útkallið. Þó mættu 3 félagar til starfa en náðu ekki að fara af stað frá húsi. Fólkið fannst heilt á húfi. Vélarvana bátur við Hafnarfjarðarhöfn 11. ágúst kl. 16:45 F1 Bátaflokkur var kominn með mannskap í hús þegar afturköllun berst. Vél trillunnar hrökk í gang og hann komst af sjálfsdáðum í höfn. Gosvakt 12. ágúst kl. 17:00 F5 Tveir félagar bækistöðvar mönnuðu vettvangsstjórn í Grindavík, einn göngumaður úr HSSK fór í hóp með annarri sveit. Gosvakt 16. ágúst kl. 9:00 F5 Einn félagi bækistöðvar tók tvöfalda vakt í vettvangsstjórn (dag og kvöld) og tveir félagar mættu á dagvakt á gosstöðvar. Þetta reyndist síðasta gosvaktin í þessari hrinu. Vélavana bátur við Voga 23. ágúst kl. 18:57 F2 Bátur rak skrúfu í grynningar, fjórir um borð, þar af tvö börn. Stefnir fór á vettvang og aðstoðaði við björgun, fjórir félagar í áhöfn. Vélavana bátur við Viðey 3. ágúst kl. 18:05 F2 Skemmtibátur vélavana norðan við Viðey. 10 farþegar um borð plús áhöfn. Stefnir var kominn úr höfn innan 20 mínútna frá útkalli. Leit að stúlku í Garðabæ 12. ágúst kl. 23:59 F2 Einn gönguhópur frá okkur var mættur á staðinn þegar stúlkan fannst. Alls voru 6 félagar sem komu að leitinni. Haustlægð á höfuðborgarsvæðinu 24. september kl. 23:13 F3 Fok hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Þrír hópar frá okkur fóru í verkefni út um allar trissur að eltast við trampólín, þakplötur, girðingar, ruslatunnur, kerrur, stillansa og ýmislegt fleira sem fór á flakk í rokinu. Leit í miðbæ Reykjavíkur 26. september kl. 22:18 F2 Þrír hópar frá HSSK halda til leitar í Reykjavík og bækistöð var mönnuð. Alls 17 félagar. Öxnadalur - leit að manni 28. september kl. 06:50 F2 Óskað eftir undanförum til að fara með þyrlu LHG norður í Öxnadal til að aðstoða við leit að manni. Afboðun barst nokkrummínútum síðar. Bækistöð var komin af stað í málið. Þak að fjúka hjá HSSK! 9. október kl. 14:17 F2 Sjaldan hefur verið eins góð svörun og snögg mæting eins og þegar þetta útkall kom. Útkallsboð sagði: Þak að fjúka hjá HSSK. 22 félagar voru mættir í hús innan nokkurra mínútna og hófu leit að fjúkandi þaki. Blessunarlega var þakið allt á sínum stað en nokkrar þakplötur eitthvað farnar að losna. Því var bjargað snarlega. Við þökkum athugulum nágranna kærlega fyrir að hafa hringt í 112 vegna þessa. Vélarvana bátur við Straumsvík 17. október kl. 17:11 F2 Einn maður um borð í litlum báti út af Straumsvík. Stefnir fór til leitar ásamt bát úr Hafnarfirði. Báturinn fannst eftir um hálftíma leit og var tekinn í tog til hafnar. Alls 8 félagar í HSSK komu að verkefninu. Fall í Kirkjufelli 19. október kl. 15:52 F1 Óskað eftir undanförum í þyrlu til að fara vestur á Grundarfjörð. Afboðað fáum mínútum síðar. Leit að 7 ára dreng í Hafnarfirði 28. október kl. 18:32 F2 Útköll vegna barna hreyfa alltaf við björgunarsveitarfólki og það koma alltaf fleiri í þau. Þrír hópar voru komnir út til leitar þegar drengurinn fannst heill á húfi. Leit að manni í Hafnarfirði 9. nóvember kl. 17:44 F2 Óskað efir drónum og gönguhópum í leit að manni. 18 manns voru komnir í hús og út að leita. Maðurinn fannst heill á húfi eftir 4 klst leit. Leit að manni í Reykjavík 14. nóvember kl. 13:46 F2 Leit að manni sem hvarf frá heimili sínu í Reykjavík. Björgun úr Steinholtsá Arnar Haukur félagi í HSSK á traktornum. MYND: VALA DRÖFN HAUKSDÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==