Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

50 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Á rleg hálendisvakt Hjálparsveitar skáta í Kópavogi átti að standa yfir í tvær vikur, þ.e. frá 7. - 21. ágúst. Að þessu sinni var planið að vera í viku á vaktinni í Landmannalaugum og viku í Dreka, norðan Vatnajökuls. Hins vegar var lagt af stað í flýti á undan áætlun, þ.e. á fimmtudagsmorgni 4. ágúst í stað sunnudagsins 7. ágúst til að taka við af Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík því að eldgos hafði óvænt hafist í Meradölum, nálægt Fagradalsfjalli á Reykjanesi, og var Björgunarsveitin Þorbjörn á vakt í Landmannalaugum þegar það hófst. Björgunarsveitameðlimir á hálendisvakt sinna mikilvægu starfi í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu með sólarhringsvakt þar sem erfitt getur verið fyrir viðbragðsaðila að komast skjótt á vettvang ef slys verða. Á fimmtudeginum voru minniháttar bílatengd verkefni en á föstudeginum kom útkall þar sem að göngufólk hafði lent í sjálfheldu á Grænahrygg. Vegslóði liggur inn í Hattver sem er lokaður almenningi. Þetta er gömul smalaleið en lögregla og landverðir veittu leyfi til að keyra inn eftir og var göngufólkið aðstoðað og flutt inn í Landmannalaugar. Heilt á litið voru verkefnin misalvarleg. Algengustu bílatengdu verkefnin voru þau að ökufólk festi bíla sína í óbrúuðum ám. Þrjú verkefni tengdust göngu- og/ eða hjólafólki sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Þar má nefna par sem var að hjóla inn Jökulgil en fór vitlausa leið og varð örmagna. Einnig var göngugarpur á Grænahrygg sem sækja þurfti inn í Jökulgil. Milli verkefna var hjólað, gengið og spilað á spil. Uppáhalds spil ferðarinnar var Coup en það sló rækilega í gegn og á köflum var hætta á vinslitum eftir leikinn því spilið snerist um að ljúga blákalt framan í keppinautana. Vaktin endaði HÁLENDISVAKT Vatnasull og vesen. MYND: ARNAR ÓLAFSSON Á leið á Herðubreið. MYND: ARNAR ÓLAFSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==