Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 51 á því að mikinn reyk sást leggja frá rútu í vaðinu yfir Námskvísl við Landmannalaugar. Vaktin brunaði á staðinn og komst að því að reykurinn kom úr púströri sem líklega orsakaðist af vatni inn á vél. Engum varð meint af og rútan gat keyrt áfram. Vaktin í Dreka Höfundur greinarinnar tók þátt í seinni viku hálendisvaktar HSSK og er það því ekki hlutlaust mat þegar fullyrt er að eðalhópur hafi lagt af stað sunnudagsmorguninn 14. ágúst frá björgunarmiðstöðinni á Kársnesinu. Hópurinn stoppaði á Selfossi til þess að bæta í matarbirgðirnar. Það var rjómablíða (hafrarjómablíða fyrir veganista), sólin skein og fuglarnir sungu. Það var mikil stemmning í bílnum og var hópurinn aðeins á undan áætlun þannig að ákveðið var að skella sér í sund í pínulítilli laug í Árnesi. Eftir sundsprettinn hittust síðan hóparnir, þ.e. félagar HSSK sem voru að hefja vakt seinni vikuna og þeir sem voru að ljúka vakt fyrri vikunnar og ætluðu að halda áfram á vakt seinni vikuna sem tekin var í Dreka. Lítið var um stærri verkefni seinni vikuna en þó skutu alltaf upp kollinum einhver verkefni með hælsærum og biluðum bílum. Gerðu nokkrir félagar sér dagamun og reyndu að ganga á Herðubreið á „besta sólardegi sumarsins” eins og fólkið á svæðinu lýsti veðrinu. Við á hálendisvaktinni vorum mjög heppin að fá að upplifa einn mjög svo góðan blíðviðrisdag sem því miður endurspeglaði ekki hina daga vaktarinnar. Bað í Laugarvalladal. MYND: SÆRÚN ERLA Vinir á fjöllum. MYND: HULDA MARGRÉT Náttstaður. MYND: ARNAR ÓLAFSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==