Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

54 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 M iklar framfarir hafa orðið í leitar- og björgunardrónum og hugbúnaði þeim tengdum undanfarin ár. Einn stærsti framleiðandi á drónum í heiminum, DJI, setti á markað í ár Matrice 30T, sérhannaðan dróna fyrir viðbragðsaðila og björgunarsveitir. Hann er meðal annars útbúinn háupplausnar hitamyndavél, 200 sinnum aðdráttarlinsum, víðlinsu og laser fjarlægðarmæli auk þess að vera vatnsheldur og geta flogið í allt að 20 m/s vindi í 30-40 mínútur á hverri hleðslu. HSSK festi kaup á dróna í lok september frá DJI Reykjavík og hefur hann verið notaður í fjögur útköll á tveimur mánuðum. Búnaðurinn hefur reynst vel og er mikil framför frá eldri dróna sveitarinnar, DJI Mavic Enterprice. Hér má nefna öflugri hitamyndavél sem nýtist vel í leit í myrkri og aðdráttarlinsu. Búnaðurinn getur birt GPS hnit á hlutum sem birtist á skjá fjarstýringarinnar. Drónin getur bæði tekið myndir og myndbönd. Hægt er skilgreina ákveðið leitarsvæði og dróninn sér um að fljúga yfir svæðið sjálfur og koma efninu yfir á netið. DJI kynnti einnig Flighthub2, vefhugbúnað til að safna og deila myndum og upptökum í rauntíma yfir netið til annarra leitarmanna og stjórnstöðvar. Stjórnendur í aðgerð geta fylgst með leitinni í rauntíma og „leitarmenn” í bækistöð eða úti í bæ geta verið beinir þátttakendur. Þessi möguleiki býður upp á nýjar víddir í leit með drónum. Leitarmenn geta verið heima hjá sér og farið yfir myndir sem dróni hefur tekið og safnað stuttu áður. Þróun búnaðar heldur stöðugt áfram og ef til vill verður hægt að senda út hóp dróna sem safna upplýsingum um leitarsvæði og ofurtölvur sjá um að leita að atriðum eða þeim týnda á myndunum. Ingvar Júlíus Baldursson Munu drónar breyta leitaraðferðum í framtíðinni? Sólheimajökull, hitamynd tekin með dróna. MYNDIR: INGVAR JÚLÍUS Mynd með aðdrætti og á henni sést göngufólk á jöklinum greinilega.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==