Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

56 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 H elgina 29. - 30. október héldu undanfarar upp á Sólheimajökul og buðu undanrennum og nýliðum með sér. Undanfarar eru þeir félagar sem hafa sérhæft sig í björgun við erfiðar aðstæður en undanrennur eru undanfarar í þjálfun. Á Sólheimajökli var farið yfir broddatækni og tryggingar. Sprungubjörgun var æfð og ísklifur. Einnig var farið í flóknari jöklabjörgun með sjúkrabörum. Við vorum afar heppin með veður á laugardeginum og sólin lék við okkur. Virkilega fallegt sólsetur setti svo punktinn yfir i-ið. Á sunnudeginum var rok og rigning en það var einnig gaman og áhugavert að æfa sig í þannig aðstæðum. Björgunarsveitin þarf víst að vera við öllu búin. Gist var hjá Björgunarsveitinni á Hvolsvelli og þökkum við innilega fyrir gestrisni þeirra. Dagur Adam Ólafsson Æfingaferð á Sólheimajökul MYNDIR: ELÍSABET ATLADÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==