Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
6 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Þ á líður að lokum enn eins viðburðarríks starfsárs Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Þegar sá tími gengur í garð að félagar fara að undirbúa flugeldasölu og áramótablað sveitarinnar er sannarlega við hæfi að líta til baka og velta fyrir sér hvað hefur staðið upp úr á því starfsári sem senn er liðið. Almennt er starfsár björgunarsveitar í föstum skorðum þar sem árstíðir og stórir viðburðir leggja línurnar. Æfingar, vinnukvöld, sveitarfundir, fjáraflanir og inntaka nýliða hafa haldist með svipuðu sniði um áraraðir. Eftir miklar sveiflur árin 2020 og 2021 var ágætt að fara í gegnum eitt starfsár sem hélt sínu skipulagi að mestu, þó að ótrúlegt en satt hafi Covid-19 ýtt undir einhverja fjarfundi í byrjun ársins. Árið byrjaði af miklum krafti eftir vel heppnaða flugeldasölu um síðustu áramót. Veturinn minnti heldur betur á sig og var mikið álag á sveitinni í byrjun árs vegna ófærðar og óveðursútkalla ásamt stóru leitarútkalli við Þingvallavatn við leit af flugvél með fjórum innanborðs. Þessi mánuður reyndi mikið á tæki og mannskap sveitarinnar og var alveg ljóst að sá undirbúningur sem fer fram á vinnukvöldum og æfingum er gulls ígildi þegar það þarf að reyna á tæki og búnað við krefjandi aðstæður. Á þessu ári hefur verið unnið af miklum metnaði að húsnæðismálum sveitarinnar. Nú í haust samþykkti bæjarráð Kópavogs að ganga til samninga við hjálparsveitina um kaup á núverandi húsnæði og lóð við Kópavogshöfn með það að markmiði að sveitin geti byggt nýtt húsnæði fyrir starfsemina að Tónahvarfi 8. Samstarfið við Kópavogsbæ hefur verið mjög ánægjulegt og var þessi samþykkt mikilvægt skref í sögu sveitarinnar. Þegar þetta er skrifað er hönnunarvinna og undirbúningur á samningum í vinnslu með byggingarverktaka. Það er okkar von að hægt verði að gera húsnæðismálum mikil og góð skil á næsta ári. Haustið hefur verið með hefðbundnu sniði í starfinu, mikið og öflugt nýliðastarf byrjaði í september. Aðrir félagar sinna tækjum og búnaði á vinnukvöldum ásamt því að mæta á æfingar og í útköll. Í haust bættust tveir nýir buggý bílar við tækjakost sveitarinnar ásamt fullkomnum dróna og munu þessi tæki nýtast vel til leitar og björgunar. Í lok þessa árs mun sveitin einnig bæta við nýjum fullbreyttum fjallajeppa, sem er Ford-150 pallbíll, en hann hefur að stórum hluta verið smíðaður af félögum sveitarinnar. Framlag félaga er kjarninn í starfi björgunarsveitar. Stuðningur sem vinnuveitendur og fjölskyldur veita félögum okkar með því að leyfa þeim að stökkva frá vinnu eða heimilishaldi er ómetanlegur og staðfestir mikilvægi björgunarsveita sem grunnstoð í okkar samfélagi. Áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er að vanda glæsilegt rit sem gefur innsýn í öflugt starf og menningu sveitarinnar. Til hamingju ritnefnd með frábæran afrakstur vinnu ykkar. Kópavogsbúi góður, ég vil þakka fyrir veittan stuðning á árinu sem er að líða og vona að þú njótir þess að fylgjast með starfi sveitarinnar. Gleðilegt nýtt ár, Valgeir Tómasson Formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi Ágætu Kópavogsbúar MYND: GUÐMUNDUR ÖRN MAGNÚSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==