Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
60 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 F yrsta nothæfa bifreið Hjálparsveitar skáta í Kópavogi var Dodge Weapon árgerð 1953. Hann kemur í eigu sveitarinnar í byrjun áttunda áratugarins. Þessi bifreið var meðal annars send til Vestmannaeyja og notuð þar í björgunarstörfum í gosinu árið 1973. Til að koma honum almennilega fyrir í skipinu sem flutti hann til Eyja þurfti aðeins að berja til stuðara og bretti á honum með sleggju. Árið 1973 keypti sveitin í fyrsta sinn nýjan bíl en það var GAS Rússajeppi. Hann var innréttaður með langsum bekkjum til beggja hliða. Annar sambærilegur var keyptur árið 1975. Rússarnir gátu flutt allt að sextán manns eða þrjár sjúkrabörur. Næsta kynslóð bifreiða fyrir sveitina var sótt vestur um haf. Árið 1978 var keyptur tólf manna GMC Rally Wagon og var það fyrsta bifreið sveitarinnar sem var breytt til að gera hann betur hæfan til fjölbreyttra verkefna. Undir hann var sett framhásing og millikassi, hann var hækkaður upp og klippt úr hjólaskálum að framan. Teppi voru fjarlægð og bíllinn dúklagður en þá vinnu innti af hendi einn stofnfélagi sveitarinnar Oddur Grímsson. Smíðuð var voldug toppgrind á bílinn og síðar var sett læsing í afturdrif. Bíllinn endaði á 36” dekkjum sem þótti ansi stórt á þeim tíma. Bifreiðin var í eigu sveitarinnar í um tíu ár. Tólf manna Chervolet Van var keyptur ári síðar og fékk sambærilegar breytingar. Árið 1984 er síðan keyptur ellefu manna Chervolet Surburban og var það fyrsti bíll sveitarinnar sem fékk verulegar útlitsbreytingar. Toppurinn var hækkaður um 25 cm, bætt við bekk aftast og bíllinn dúklagður. Árið 1988 var keyptur fyrsti Ford Econoline bíll sveitarinnar. Alls urðu Econoline bílar sveitarinnar fimm talsins og fengu allir sambærilegar breytingar. Hækkaðir, settar framhásingar og millikassi, dúklagðir, toppgrindur, spil og loftlæsingar. Allir enduðu á 38 - 40” dekkjum. Fyrsti bíllinn sem keyptur var gagngert til að breyta í öflugan jeppa var keyptur árið 1995. Það var Toyota Land Cruiser 80 og er hann enn í fullu fjöri hjá sveitinni. Hann gengur orðið undir gælunafninu Hæstvirtur. Honum var í upphafi breytt fyrir 44” dekk og hefur verið vel við haldið alla tíð. Nokkrir Land Cruiser jeppar hafa verið keyptir síðan en Hæstvirtur hefur „lifað“ þá alla. Fyrsta vörubílinn eignaðist sveitin árið 1986 en það var Bens 1519, árgerð 1973. Hann, eins og aðrir vörubílar sveitarinnar, var notaður til að flytja snjóbílinn. Núverandi vörubíll er sá fjórði í eigu sveitarinnar og er Iveco Trakker árgerð 2015. Hann er sá fyrsti sem var keyptur nýr. Alls hefur sveitin átt um þrjátíu bifreiðar. Í dag á sveitin tvo Mercedes Bens Sprinter fólksflutningabifreiðar, einn Mercedes Bens Vito, Ford F-150, Ford F-350, Toyota Hilux og áðurnefndan Hæstvirtan. Vala Dröfn Hauksdóttir BIFREIÐAR SVEITARINNAR FYRR OG NÚ Chervolet Suburban árgerð 1984. Ford Econoline árgerð 1988. Nýjasti bílinn, Ford F150 og Benz Sprinter bílar sveitarinnar Chervolet Van árgerð 1979. Kópur 5 Kópur 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==