Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

62 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Í vetrarfjallamennsku er ýmislegt sem ber að varast og mikilvægt að fólk ani ekki út í neitt óundirbúið. Í göngu- og skíðaferðum getur t.a.m. verið hætta á snjóflóði í ákveðnum aðstæðum. Í HSSK eru mjög fróðir snjóflóðasérfræðingar og ákvað ritnefnd áramótablaðsins í ár að senda nokkrar spurningar á þá í þeim tilgangi að fræða lesendur um hvað sé nauðsynlegt að hafa í huga áður en farið er af stað í vetrarferðir. Heiður Þórisdóttir, undanfari í HSSK og snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og Auður Elva Kjartansdóttir, undanfari í HSSK, svöruðu spurningum ritnefndar. Hvað er mikilvægast að hafa í huga áður en farið er á fjöll að vetri til, t.d. á fjallaskíðum? Í vetrarútivist þarf alltaf að huga að mögulegri snjóflóðahættu. Einfaldasta leiðin til að sleppa við snjóflóðahættu er að velja leið þar sem bratti fer aldrei yfir 25°. Ef valin er göngu-, skíða- eða sleðaleið sem liggur að hluta til um brattara landslag þarf að leggja meiri vinnu í undirbúning og fylgjast vel með aðstæðum alla ferðina. Góður undirbúningur er að skoða veðurspá og snjóflóðaspá fyrir svæðið sem áætlað er að ferðast á og einnig er gott að leita upplýsinga um snjóaðstæður og nýleg snjóflóð. Finna má upplýsingar á vef Veðurstofunnar og Facebook hópum eins og „Fjallaskíðafólkið.“ Vanda þarf leiðarval, forðast hættulegar brekkur m.v. aðstæður og halda sig frá landslagsgildrum (t.d. giljum, klettum og snöggum hallabreytingum) sem auka alvarleika mögulegra snjóflóða. Í ferðinni ætti að hafa í huga að fylgjast alltaf með vísbendingum um yfirvofandi snjóflóðahættu, svokölluðum rauðum flöggum. Nauðsynlegur öryggisbúnaður er snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng og einnig er mælt með belgpoka. Eins og alltaf, ætti að láta einhvern vita af ferðum sínum og vera tilbúinn að snúa við ef aðstæður virðast óöruggar. Snjóflóð Þetta þarf að hafa í huga þegar farið er í vetrarferðir Nýliðar æfa sig í að moka. MYNDIR: GUÐMUNDUR ÖRN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==