Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

64 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Snjóflóðanámskeið og macarena í Bláfjöllum Helgina 12. - 13. mars var snjóflóðanámskeið haldið fyrir nýliða í Bláfjöllum. Upprunalega var ætlunin að halda námskeiðið á Norðurlandi en ótrúlegt en satt var meiri og betri snjór hér á Suðurlandi. Þeir sem stunda vetrarfjallamennsku ættu að kannast við hina heilögu þrenningu en það er nauðsynlegur búnaður til að geta brugðist við snjóflóði, þ.e snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla. Ýlirinn sendir frá sér bylgjur sem aðrar ýlar nema og gera björgunarfólki kleift að finna að staðsetja þann sem grafist hefur í snjóflóði nokkuð nákvæmlega. Þegar staðsetning einstaklings er fundin er snjóflóðastöng notuð við fínleit þar sem henni er stungið ofan í snjóinn kerfisbundið innan afmarkaðs svæðis. Um leið og einstaklingur er fundinn þarf að byrja að moka um leið og þá kemur skóflan að góðum notum. Mokað er að manneskjunni á ákveðinn hátt, þ.e. upp brekkuna til að spara orku þess sem er að moka. Allar ákvarðanir, tímasetningar og verklag skipta gríðarlega miklu máli í snjóflóðabjörgun þar sem líkur á að grafa upp einstakling á lífi minnka hratt með hverri mínútu sem líður. Á námskeiðinu sem haldið var í mars sl. var verklag við snjóflóðabjörgun því endurtekið margoft yfir helgina til þess að æfa björgunarfólk í skjótum viðbrögðum. Nokkuð mörgum kílóum af snjó var mokað fram og aftur þessa helgi og snjóflóðaýlarnir grandskoðaðir. Þeir semmættu með snjóflóðaskóflu í minni kantinum sáu að það væri skynsamlegra að vera ætíð með örlítið stærri skóflu meðferðis í vetrarfjallamennsku ef svo óheppilega þyrfti að moka ferðafélaga út úr snjóflóði. Hópnum var skipt niður í minni hópa til þess að leysa ýmis verkefni og tíminn milli verkefna var vel nýttur í að byggja snjóvirki og dansa macarena til þess að halda á sér hita. Eftir helgina vorum við öll mun fróðari um snjóflóð, snjóflóðahættu og félagabjörgun. Margrét Ír Jónsdóttir, nýliði í HSSK Fyrir frekari upplýsingar má benda á bæklinginn „Snjóflóðahætta.” Að ferðast örugglega um snjóflóðalandslag krefst kunnáttu og þjálfunar og HSSK hvetur alla sem stunda vetrarfjallamennsku til að sækja snjóflóðanámskeið. Er eitthvað veður sem er hættulegra en annað þegar kemur að fjallaskíðum eða vetrarfjallamennsku? Almennt er talað um að nýr snjór og vindur boði snjóflóðahættu. En einnig ef skyndileg hlýnun verður, einkum ef hitastigið fer yfir frostmark, eykur það líkur á snjóflóðum. Hættulegasta veðrið fyrir útivistarfólk er e.t.v. fyrsti fallegi dagurinn eftir mikla snjókomu eða skafrenning, þegar mikið hefur bæst í snjó og fólk getur ekki beðið eftir að komast út í lausamjöllina. Vandamálið er að nýr snjór er oft óstöðugur fyrst um sinn og illa bundinn við eldri snjó. Almennt er veður sem veldur snöggum breytingum í snjónum varasamt, t.d. mikill nýr snjór, skafrenningur eða skyndileg hlýnun. Eftir miklar sviptingar í veðri getur verið gott að gefa snjónum einn til tvo daga til að sjatna áður en farið er út að leika. Eru einhver svæði í nágrenni Reykjavíkur sem fjallaskíðafólk eða fólk í vetrarfjallamennsku þurfa að varast sérstaklega? Alls staðar þar sem er snjór og nægur bratti þarf að gera ráð fyrir snjóflóðahættu. Ef ferðast er um slíkt svæði er alltaf gott að hugsa: „Ef ég lendi í snjóflóði hér, hvert fer það með mig?“ Þannig verður auðveldara að forðast landslagsgildrur (t.d. gil, dældir, kletta og urð) sem geta aukið alvarleika þess að lenda í snjóflóði. Lítill snjór getur nefnilega grafið fólk djúpt ef það stoppar á óheppilegum stað og eins getur fólk slasast alvarlega ef það kastast fram af klettum eða í gegnum urð. Brattlendi ber að taka alvarlega og eru fjöllin nálægt höfuðborginni þar engin undantekning en Esjan er það fjall á Íslandi sem hefur tekið flest mannslíf undanfarna áratugi. Mikill snjór í Bláfjöllum og sumir bílarnir áttu erfitt með að ferðast yfir snjóinn. MYND: GUÐMUNDUR ÖRN MYND: LÁRA KRISTÍN Nýliðar læra að skipuleggja og stjórna stangarleit. MYND: GUÐMUNDUR ÖRN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==