Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

66 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 Í straumvatnsflokki HSSK starfa þeir einstaklingar sveitarinnar sem hafa hlotið þjálfun í straumvatnsbjörgun og sérhæfa sig í leit og björgun við ár og vötn. Aðstæður við straumvatn eru oft mjög varhugaverðar og því mikilvægt að viðbragðsaðilar séu rétt búnir og hafi viðeigandi þekkingu og reynslu. Til að byggja upp og viðhalda þekkingu eru reglulegar æfingar mikilvægastar af öllu. Sem betur fer er líka fátt skemmtilegra. Myndir og texti: Halldór Vagn og Hulda Ösp. MIKILVÆGT AÐ RÓA Í TAKT Aðstæður til æfinga í Hvítá voru með allra besta móti þennan fallega sumardag. Ef báturinn á að halda réttri stefnu er mikilvægt að allir rói í takt. Á straumvatnsbjörgunarnámskeiði læra nemendur meðal annars hvernig best er að fara yfir straumharða á. Nemendur læra að vinna með kastlínu í straumharðri á. Kastlínur eru mikilvægt björgunartæki í straumvatnsbjörgun. Tilraun gerð til að vaða með sjúkling yfir straumharða á. Tilraunin misheppnaðist en æfingin var góð. Aðstæður við Elliðaár teknar út í haust.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==