Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi
72 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 N ú á haustdögum eignaðist sveitin tvö ný farartæki en það eru fjölnota tæki sem stundum kallast “buggy bílar”. Tækin eru árgerð 2022 af gerðinni Commander Can- Am, flutt inn af Ellingsen. Sleðaflokkur hefur umsjón með þessum farartækjum og fyrsta æfingaferðin var farin þann 19. nóvember í góðu veðri um slóða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Tækin voru flutt á kerru að Lækjarbotnum þar sem þau voru tekin af og ekinn var línuvegur suður fyrir Helgafell og áfram um Djúpavatnsleið til Grindavíkur. Í fyrstu ferðinni voru Ragnar Páll Stefánsson, Viktor Einar Vilhelmsson, Óðinn Örn Einarsson og Helgi Hrannar Briem. Reynslan við öll störfin í gosóróanum á Reykjanesi kenndi félögum hjálparsveitarinnar að farartæki sem geta flutt fólk og búnað og komast nokkurn veginn vandræðalaust um göngustíga og reiðgötur geta skipt sköpum þegar koma þarf björgunarsveitarfólki og búnaði á milli svæða með hraði og eins til að flytja slasað fólk eða örmagna ferðamenn í skjól. Þetta er nýjung í starfi sveitarinnar og félagar hlakka til að prófa getu tækjanna og vona að þau leiði til enn betri þjónustu við ferðamenn sem lenda í vandræðum utan alfaraleiða og kalla eftir aðstoð. Íris Marelsdóttir Ný farartæki Ný farartæki við Djúpavatn. MYND: RAGNAR PÁLL STEFÁNSSON Helgi Hrannar og Viktor Einar voru undir stýri í fyrstu ferðinni. N eyðarkall ársins 2022 er tileinkaður skyndihjálp enda er hún einn mikilvægasti þáttur þjálfunar björgunarsveitarfólks og eitt af grunnnámskeiðum sem kennd eru í björgunarsveitarstarfinu. Sjúkrabörur eru ávallt með í för í útköllum og æfingaferðum. Reglulega eru upprifjunarnámskeið í skyndihjálp haldin fyrir félaga í HSSK til að tryggja að allir viðhaldi þekkingu sinni og haldist í æfingu. Neyðarkallarnir okkar 2022 2006 2014 2007 2015 2008 2016 2006 2017 2010 2018 2011 2019 2012 2020 2013 2021
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==