Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

8 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 T ækjamót björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið 18.-20. mars síðastliðinn. Löng hefð er fyrir tækjamótum björgunarsveita þar sem ákveðinn er einn áfangastaður á hálendinu og björgunarsveitum stefnt þangað þegar snjór er nægur. Markmiðið er að láta reyna á tækin í krefjandi aðstæðum þannig að hægt sé að þjálfa mannskapinn í að takast á við þær hindranir sem gætu mætt mannskapnum í erfiðu útkalli. Tækjamótið sjálft er á laugardegi en þar sem mis langt er fyrir björgunarsveitir að fara leggur fólk oftast af stað á föstudeginum til að eiga laugardaginn til að hitta góða félaga á fjöllum. Að þessu sinni var mótið haldið á Kili og var skipulagning mótsins í höndum björgunarsveita í Árnessýslu og nágrenni. Mótið var vel sótt þrátt fyrir rysjótta veðurspá. Alls tóku þátt 180 félagar á fjölbreyttum tækjum. 40 breyttir jeppar, 50 sleðar og sex snjóbílar glímdu við snjóinn sem var víða orðinn blár þar sem krapinn leyndist undir. Talsvert rigndi á laugardeginum en það rofaði hressilega til á sunnudeginum.Þeir sem sem þraukuðu volkið voru verðlaunaðir með því að þessi gula lét sjá sig og lauk mótinu því í blíðskaparveðri og rennifæri. Í aðdraganda tækjamóts var haldin snjóbílamessa í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Andreas Hellgeth framkvæmdastjóri Hellgeth Engineering Spezialfahrzeugbau GmbH hélt þar kynningu á Högglund snjóbílum. Hann er sérstakur vinur HSSK og var boðið með á tækjamótið. Andreas er bifvélavirki og vélvirki og hefur alltaf haft áhuga á tækni og fór snemma að sinna viðhaldi og breytingum á eigin farartækjum. Hann hefur mikinn áhuga á akstursíþróttum og hefur unnið til margra verðlauna á þeim vettvangi ásamt Tækjamót Landsbjargar 2022 á Kili Floti á fjöllum. MYNDIR: ANDREAS HELLGET Snjóbílamessa í húsnæði HSSR.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==