Áramótablað Hjálparsveiar Skáta í Kópavogi

ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2022 9 bróður sínum, Jürgen og kepptu þeir m.a. í Afríku á Unimog kappakstursbílum. Fyrirtækið Hellgeth Engineering þróaðist út frá áhugasviði þeirra bræðra og það vinnur að sérsniðnum lausnum fyrir Unimog og Högglund beltatæki, ásamt sölu á þessum tækjum. Hér er ferðasagan ásamt skemmtilegri frásögn Andreas: Andreas: Þann 17. mars, 2022 fór fram „Snjóbílamessa“ í Reykjavík. Fundinum var ætlað að vera vettvangur til að greina frá og ræða möguleika og notkun snjóbíla til björgunar á hálendinu. Það var mér mikil ánægja að vera boðið að kynna Hellgeth fyrirtækið og Hägglund beltabílinn. Það voru um 10 snjóbílar kynntir til sögunnar á snjóbílamessunni og um 150 björgunarsveitarfólk var komið þarna saman til að ræða kosti og galla farartækjanna. Fundinum var streymt til allra sem áhuga höfðu og margar björgunaraðgerðir þar sem snjóbílar komu við sögu voru kynntar. Daginn eftir fékk ég að aðstoða félaga Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við að undirbúa Hägglundinn þeirra en sveitin var á leið á tækjamót Landsbjargar í Kerlingarfjöllum og ég var boðsgestur. Við gerðum ástandsskoðun á bílnum, skoðuðum undirvagninn og stilltum beltin. Snemma kvölds lögðum við af stað til fjalla. Með í ferðinni voru Elvar, Arnar og Sævar. Ég var auðvitað forvitin um við hverju ég ætti að búast. Alls tóku 16 félagar HSSK auk Andreas Hellgeth þátt í mótinu á þremur jeppum, Hägglund snjóbíl og fimm snjósleðum. Ákveðið var að lengja helgina og leggja af stað á föstudagskvöldi í skálann Setur sem er í eigu Ferðaklúbbsins 4x4 og er staðsettur suðvestur af Hofsjökli. Farið var í samfloti með Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ sem var á tveimur jeppum og nokkrum sleðum. Færið áleiðis í Kerlingarfjöll var frábært; púðursnjór, logn og stjörnubjart. Þegar leiðin lá frá Kerlingarfjöllum í átt að Setri þyngdist færið allverulega sem hægði talsvert á ferðinni. Áfram var þó fallegt vetrarveður svo hægt ferðalagið hafði ekki áhrif á stemninguna í hópnum. Þessi breyting á færðinni hafði þó ekki áhrif á ferðahraða hjá snjóbílnum og snjósleðunum sem þutu áfram á leið í skálann. Jeppafólk kom þó loks í skála um klukkan 02:00 að nóttu til og var sleða- og snjóbílafólk þá búið að moka göngustíg niður að hurðinni að skálanum og kynda upp húsið. Andreas: Við komumst nálægt Gullfossi á vörubílnum sem flutti snjóbílinn og þar var tekið af og haldið áfram inn til fjalla á snjóbílnum í djúpum snjó. Nú var orðið niðadimmt og ég lærði strax hvernig á að aka um fjöllin eftir GPS staðsetningartækjum og hvernig halda má réttri leið í niðamyrkri og snjóstormi. Eftir nokkra kílómetra ókum við fram á snjóbíl sem hafði slitið belti og nú áttaði ég mig á því hvers vegna við höfðum farið aftur yfir belti bílsins áður en lagt var í snjóinn. Hin áhöfnin hafði þegar fengið aðstoð svo við gátum haldið ferð okkar áfram. Enn var langt eftir og færðin þung en Hägglund snjóbíllinn lét ekkert stöðva sig. Við komum í skálann um miðnætti og þurftum að moka okkur niður um tvo metra til að komast inn í skálann, svo mikill var snjórinn. Mannskapurinn var þreyttur og fljótt var komin kyrrð í skálanum. Á laugardagsmorgni var farið af stað í fyrra fallinu til að laga kaffi, koma bílunum í gang eftir kalda nóttina og snæða morgunmat fyrir ferðalag dagsins. Veðurspá dagsins gerði ráð fyrir töluverðri rigningu og vegna þess, auk erfiðrar færðar kvöldið áður, var ákveðið að leggja snemma af stað til að vera mætt á réttum tíma í Kerlingarfjöll þegar tækjamótið byrjaði klukkan 11:00. Ferðalagið til baka í Kerlingarfjöll gekk rólega en vel fyrir sig. Þegar hópurinn hitti aðra þátttakendur var komin mikil og blaut úrkoma. Skipuleggjendur ákváðu því að breyta skipulagi dagsins og var farið eftir Kjalvegi inn á Hveravelli. Þar var stutt stopp fyrir hádegisverð en vegna veðurs var minna af spjalli en vanalega. Næst var haldið suður í gegnum hraunið, vestur og suður fyrir Kjalfell. Þar var svæðið komið vel á flot og þurfti því að gæta vel að leiðarvali til að forðast vandræði sem gekk vel. Áætlað var að gista aðra nótt í Setri en vegna veðurs gekk það ekki upp; Innri Ásgarðsá sem rennur í Jökulfallið var orðin að stórfljóti með miklum krapa. Til að Þátttakendur HSSK á tækjamóti 2022 Áhöfn á vélsleðum: Ingólfur Árnason Hákon Þór Árnason Björn Steindór Björnsson Ívar Eiðsson Ragnar Páll Stefánsson Áhöfn á jeppum: Kópur 4, Kópur 3 og Vodafone bíl: Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir Brynjar Birgisson Brynjar Pétursson Örvar Þór Guðnason Viktor Einar Vilhemsson Anton Vilhelm Guðbjartsson Arnar Haukur Rúnarsson Guðrún Georgsdóttir Snjóbílaáhöfn - Kópur Snjóbíll: Arnar Ólafsson Elvar Steinn Þorvaldsson Sævar Skaptason Andreas Hellgeth Loksins kom sólin. Andres og félagar HSSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==