Ný bálstofa á Íslandi

Bygginga- og rekstrarkostnaður nýrrar bálstofu HLH ráðgjöf Byggingakostnaður er byggður á útreikningum VBS verkfræðistofu og síðan var gerð rekstraráætlun. Verkefni: Að beiðni kirkjugarðaráðs tók HLH ráðgjöf að sér að útbúa rekstraráætlun vegna nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. Rekstraráætlunin tekur mið af rekstri húsnæðisins, rekstri bálstofunnar og fjármögnun húsnæðis og brennsluofna. Gerðar eru þrjár sviðsmyndir um fjármögnun húsnæðisins: Sviðsmynd 1: 0% eigin- fjárframlag (100% lántaka), Sviðsmynd 2: 25% eiginfjárframlag (75% lántaka). Sviðsmynd 3: 50% eiginfjár- framlaga (50% lántaka). Áætlunin nær að auki yfir áætlaðan fjölda bálfara á ári og hver meðalkostnaður gæti orðið fyrir hverja bálför miðað við mismunandi fjármögnun. Rekstraráætlunin nær til þriggja ára. 18 Ný bálstofa á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==