Ný bálstofa á Íslandi
Formáli Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa frá árinu 1948 rekið fyrstu og einu bálstofuna á Íslandi og er hún enn starfrækt í Fossvogi. Bálstofunni í Fossvogi hefur verið vel við haldið en fljótlega eftir síðustu aldamót gerðu KGRP áætlun um endurnýjun hennar. KGRP efndu haustið 2004 til samkeppni um hönnun þjónustubygg- inga og umhverfis þeirra á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. Inni í þeirri áætlun voru eftirtaldar byggingar: Starfsmannahús, bálstofa, líkhús og tvö athafnarými. Fyrirhugað var að þessar byggingar yrðu byggðar á árunum 2006 – 2020. Samningur um samkeppnis- hald var gerður við Arkitektafélag Íslands (AÍ) og fór samkeppnin fram samkvæmt samkeppnisreglum þess (AÍ) árið 2005. Alls bárust 18 tillögur í samkeppnina og voru þær allar teknar til dóms. Verð- launatillagan kom frá arkitektum Arkibúllunnar (nú A arkitektar) og var samið við þá um hönnun þjónustubygginganna. Fyrsti áfangi þessarar áætlunar varð að veruleika við byggingu starfsmannahússins og var það tekið í notkun snemma árs 2008. Þá um haustið varð efnahagshrun á Íslandi og víðar um heim og í kjölfarið var framlag til kirkjugarða skorið niður og kom það í veg fyrir að byggingaáform um framhald þjónustubygginganna næði fram að ganga, þar á meðal byggingu bálstofu. Aðdragandi að gerð þessarar skýrslu er umfjöllun framkvæmda- stjórnar og forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) á fundi 16. desember 2020 um rekstur bálstofunnar í Fossvogi og framtíð þeirra mála hér á landi. Bókað var: „Farið yfir stöðu mála varðandi rekstur bálstofunnar í Fossvogi og nauðsyn þess að tekin verði ákvörðun um framtíð hennar. Rætt var um mikilvægi þess að stofnað yrði hlutafélag á landsvísu um rekstur nýrrar bálstofu í ljósi þeirrar þróunar sem á sér stað varðandi bálfarir. Forstjóra var falið að koma því á framfæri við kirkjugarðaráð að það hefði frumkvæði að því að ræða við ráðherra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að koma á laggirnar starfshópi. Starfshópurinn hefði það hlutverk að ræða og móta tillögur um framtíðaruppbyggingu á nýrri bálstofu sem þjónað gæti á landsvísu.“ Það sem varð til að hraða þessari beiðni framkvæmdastjórnar KGRP um að kirkjugarðaráð tæki upp viðræður við dómsmála- ráðuneytið voru nýjar kröfur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar (HER) fyrir starfsleyfi bálstofunnar. Í starfsleyfisskilyrðum HER kemur fram að krafist er að KGRP komi upp viðamiklum hreinsi- búnaði við ofnana í Fossvogi. HER veitti KGRP starfsleyfi til 2033 að uppfylltum þessum skilyrðum innan fjögurra ára. Þessari beiðni framkvæmdastjórnar KGRP var síðan komið til kirkjugarðaráðs í bréfi dags. 10. febr. 2021. Kirkjugarðaráð skipaði vinnunefnd til að koma málinu áfram og fá fund í dóms- málaráðuneytinu um þetta mál. Haldinn var fundur í dóms- málaráðuneytinu föstudaginn 19. mars sl. með ráðuneytisstjóra og embættismönnum ráðuneytisins. Á þeim fundi kom fram að framkvæmdastjórn og forstjóri KGRP telja fjárhagslega útilokað að KGRP geti tekið að sér að byggja og reka nýja bálstofu. Það þurfi því að endurskoða eignarhald og rekstur. Kirkjugarðaráð lagði áherslu á að eignarhald og rekstur bálstofu á Íslandi verði áfram á vegum hins opinbera og heppilegast væri að um samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða landsins yrði að ræða. Á fundinum í ráðuneytinu óskaði ráðuneytisstjóri að nefnd kirkju- garðaráðs gerði könnun á kostnaði við byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Íslandi. Þessi athugun hefur nú verið gerð og í þessari skýrslu er gerð grein fyrir hönnun, byggingu og rekstri nýrrar bálstofu á Íslandi sem uppfyllir þær mengunarvarnir sem gerðar eru til slíkra fyrirtækja. Ný bálstofa á Íslandi 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==