Ný bálstofa á Íslandi

Niðurlag Bálstofurekstur er alfarið í umsjón og eigu opinberra aðila á Norðurlöndum. Í höfuðborgum Norðurlanda hafa undanfarin ár verðið byggðar bálstofur sem eru vandaðar byggingar sem þjóna vel sínu hlutverki og taka með virðingu á móti aðstandendum sem kveðja ástvini sína. Breytingar á lögum um mengunarvarnir innan EU og Norðurlandanna hafa flýtt fyrir þessri endurnýjun. Það er tillaga kirkjugarðaráðs að byggð verði bálstofa á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð þar sem lóð bíður undir bálstofu í aðalskipu- lagi Reykjavíkurborgar. Skipulagið gerir ráð fyrir að bálstofa rísi þar og er lóðin í beinu framhaldi af stafsmannahúsi sem byggt var á árunum 2006 – 2008 og þjónar starfseminni í Gufuneskirkju- garði. Brýnt er að hefjast handa sem allra fyrst til að unnt verði að taka í notkun framtíðar bálstofu fyrir Ísland. Bálstofan í Foss- vogi hefur þjónað landsmönnum frá árinu 1948 og samkvæmt starfsleyfisskilyrðum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar þarf á næstu árum að gera þar umbætur sem geta þó ekki fyllilega mætt þeim mengunarkröfum sem gerðar verða til bálstofa í náinni framtíð. Eins og áður sagði telja fulltrúar kirkjugarðaráðs rétt að eignar- hald og rekstur bálstofu á Íslandi verði áfram á vegum hins opin- bera eins og á hinum Norðurlöndunum og heppilegt væri að um samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða landsins yrði að ræða vegna jákvæðra umhverfis- og fjárhagslegra áhrifa sem bálfarir og aukning þeirra hafa bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Kirkjugarðaráð telur eðlilegt að sett verði á laggirnar sjálfseignar- stofnun sem ríki, sveitarfélög og kirkjugarðar landsins standi að. Stjórn sjálseignarstofnunarinnar verði skipuð fulltrúum frá sömu aðilum. Lagt er til að sjálfseignastofnunin geri síðan samning við ríkið um fjámögnun og rekstur bálstofunnar þar sem fjár- framlag frá ríkinu verði byggt á fjölda bálfara og meðfylgjandi verðútreikningum á bygginga- og rekstrarkostnaði. Áætluð upp- hæð hverrar bálfarar ræðst af því hvaða forsendur yrðu valdar varðandi fjármögnun byggingarinnar, þ.e. sviðsmynd 1, 2 eða 3. Samkvæmt útreikningum hér að framan mun kostnaður við fjár- mögnun byggingar og rekstur á ársgrundvelli vera milli 80 og 100 m.kr . eftir því hvaða sviðsmynd er valin. Lagt er til að gefið verði út skuldabréf með veði í byggingu og tækjum til 50 ára með mánaðarlegum greiðslum sem næmu á ári ofangreindri upp- hæð. Þess má geta að ríkissjóður greiðir á yfirstandand ári til bálstofunnar í Fossvogi 60 m.kr . á ári og þyrft því að bæta við framlagið milli 20 og 40 m.kr . á ári til að tryggja afborgun af skuldabréfinu. Reykjavík í október 2021 F.h. kirkjugarðaráðs, Ragnhildur Benediktsdóttir, formaður Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkv.stj. Valtýr Valtýsson, stjórnarmaður Þórsteinn Ragnarsson, stjórnarmaður Ný bálstofa á Íslandi 39

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==