Ný bálstofa á Íslandi

Hönnun nýrrar bálstofu BÁLSTOFA Á HALLSHOLTI – mikilvægt að ljúka því sem byrjað var á. Sérstaða byggingar bálstofu í Hallsholti: • Þjónustubygging á Hallsholti er 1. áfangi af byggingu sem hýsa á meðal annars bálstofu. Haldin var samkeppni um verkefnið árið 2005. Byggingin hefur hlotið alþjóðlega athygli fyrir byggingarlist þó svo að hún sé aðeins hálf- byggð. Mikilvægt er að ljúka því sem byrjað var á. • Samlegðaráhrif bálstofu og núverandi þjónustubyggingar. • Staðsetning á Hallsholti býður upp á fjölbreytta möguleika varðandi jarðsetningu duftkerja og þjónustu við ólík trú- félög og við þá sem eru utan trúarbragða. Lóð bálstofu á Hallsholti rís 56 metra yfir sjó og setur mikinn svip á umhverfi sitt. Aðkoma er frá Þvervegi í gegnum sáluhlið Gufuneskirkjugarðs framhjá núverandi starfsmannahúsi. Bein leið er frá bálstofulóðinni til norðurs inn á grafarsvæði garðsins, en einnig til vesturs til fyrirhugaðs duftvangs. Frá lóð bálstofu er fögur fjallasýn til norðurs sem prýða mun athafnarými hennar. Fjölbreyttir útfararsiðir í fjölmenningarsamfélagi kalla á að bál- stofa þjóni öllum jafnt. Þannig verði þörfum syrgjenda mætt hvar sem þeir eru staddir í sorgarferlinu – án tillits til trúarbragða eða skoðana, og miðar hönnun bálstofu að því að öll úti- sem innirými haldi vel utan um syrgjendur. Athafnarými bálstofu eru þrjú: • Kveðjurými er athafnarými þar sem syrgjendur geta kvatt kistu ástvinar eftir að hafa fylgt henni til bálstofu. • Áhorfsrými er í tengslum við ofnarými en með því er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þá aðstandendur sem vilja vera við- staddir bálför. • Afhendingarrrými er athafnarými þar sem duftker eru af- hent. Kveðjutorg og afhendingartorg eru útirými við samnefnd athafna- rými þar sem syrgjendur geta safnast saman bæði á undan og eftir athöfn. Gert er ráð fyrir að hægt verði að velja um fjölbreyttar leiðir þegar duftker er jarðsett: • Grafarsvæði Gufuneskirkjugarðs eru í göngufjarlægð við bálstofu. • Minningarlundur umkringdur veggjum fyrir minningarskildi og jafnframt hólfum fyrir duftker (kólumbarium) tengist bál- stofubyggingunni beint. • Duftvangur, þar sem hægt verður að dreifa ösku í trjálundi er í næsta nágrenni. Þær teikningar sem hér eru kynntar eru endurskoðaðar áður samþykktar aðalteikningar af bálstofu á þessum stað í kjölfar arkitektasamkeppni. Hönnunin byggir á reynslu KGRP og Vestfold Krematorium í Noregi af rekstri á bálstofum. Við hönnunina er einnig tekið mið af afkastaþörf bálstofunnar til framtíðar vegna umtalsverðrar fjölgunar bálfara. Gert er ráð fyrir að í bálstofu á Hallsholti verði á næstu árum að jafnaði brenndar tólf- til þrettáhundruð kistur á ári, en hún gæti afkastað yfir tvö þúsund brennslum á ársgrundvelli. Við mat á rýmisþörf og stærðum er miðað við bálstofuna í Vestfold, sem er Ný bálstofa á Íslandi 5

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==