Ný bálstofa á Íslandi

með sambærilega afkastagetu. Hér er því um að ræða tæplega tólfhundruð fermetra byggingu með: rými fyrir 30 til 40 kistur í kælirými með stækkunarmöguleika og tvo rafmagmsdrifna ofna í rými með tilheyrandi tæknirýmum, ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn og aðstandendur. Dagleg vinna í bálstofu fer fram með þeim hætti að kistur eru sóttar í kæligeymslu og fluttar inn í ofnarými. Eftir hverja brennslu er askan sett í duftker. Ofnar í bálstofu munu verða rafmagns- ofnar. Reykur frá ofnum verður leiddur í gegnum hreinsibúnað í tæknirými er skilur út eiturefni og mengun frá ofnunum. Þannig verður reykurinn orðinn að hreinni og litlausri vatnsgufu þegar hann kemur út um skorstein. Í bálstofu munu þrír til fjórir starfs- menn vinna og mæta þeir til vinnu í starfsmannahluta bálstofu. Allur frágangur og lausnir bálstofunnar mun bera með sér um- hverfisvænt, vandað, fallegt og hlýlegt heildaryfirbragð, en jafn- framt virðulegt viðmót. Áhersla er lögð á mótun útirýma í tengslum við aðkomu og að byggingin falli vel að umhverfi sínu. Jafnframt skipa listskreytingar stóran sess við mótun verkefnisins. Þess má geta að A arkitektar hafa gert vandað líkan af bygg- ingunni sem sýnir glögglega úthlit hússins á Hallsholti og tengsl þess við starfsmannahúsið sem tekið var í notkun árið 2008 (sjá mynd). Á næstu blaðsíðum verða sýndar grunnmyndir af húsinu og þrí- víddamyndir. 6 Ný bálstofa á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==