KYLFINGUR 2022

PERLA SÓL SIGURBRANDSDÓTTIR HLAUT HÁTTVÍSIBIKARINN 2022 Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eig­ inleika sem GR-ingar vilja sjá í afreks­ unglingum sínum. Sá sem hlýtur hátt­ vísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Perla Sól Sigurbrandsdóttir hlýtur viðurkenninguna í ár. Hún hefur átt alveg hreint magnað ár og er mikil og sterk fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hún er mjög dugleg við æfingar og hefur sýnt hörkuframfarir undanfarin ár. Hvar skal byrja? Hún hóf sigurför sína þessa árs í lok ársins 2021 þegar hún sigraði á Orlando International. Í sumar sigraði hún svo á einu sterkasta unglingamóti Evrópu, European Young Masters, sem fór fram í Finnlandi. Sigur Perlu á þessu móti er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. Perla Sól sigraði á Íslandsmóti í högg­ leik kvenna í fyrsta skipti á sínum ferli og má taka fram að Ólafía Þórunn at­ vinnukylfingur var í 2. sæti. Perla Sól var stigameistari 2022 á unglingamóta­ röð GSÍ í flokki 15–16 ára stúlkna. Hún tók þátt í fjórum af alls fimm mótum mótaraðarinnar og sigraði í öll fjögur skiptin. Hún var Íslandsmeistari í högg­ leik 15–16 ára og er þetta fimmta árið í röð sem Perla Sól sigrar á Íslands­ mótinu í höggleik í sínum aldursflokki. Perla var valin og fagnaði sigri með úrvalsliði Evrópu sem keppti gegn úr­ valsliði Bretlands og Írlands í Junior Vagliano liðakeppninni 2022. Mótið er árlegur viðburður þar sem úrvalslið kvenna 16 ára og yngri keppir sín á milli og aðeins kylfingar í fremstu röð á heimsvísu eru valdir í þetta mót. Einnig hefur hún verið valin í úrvalslið Evrópu gegn Asíu og mun það mót fara fram á næsta ári. Árið 2022 færði Perla Sól sig upp um 1340 sæti á heimslista áhuga­ kylfinga. Perla er alltaf til fyrirmyndar, bæði innan vallar sem utan og er glæsilegur fulltrúi Golfklúbbs Reykja­ víkur. Þetta er í nítjánda skipti sem bikarinn er afhentur og þeir sem hafa áður fengið útnefninguna eru eftirfarandi kylfingar: 2004 Þórður Rafn Gissurarson 2005 Hanna Lilja Sigurðardóttir 2006 Guðni Fannar Carrico 2007 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 2008 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 2009 Andri Þór Björnsson 2010 Guðmundur Á. Kristjánsson 2011 Sunna Víðisdóttir 2012 Ragnhildur Kristinsdóttir 2013 Saga Traustadóttir 2014 Ingvar Andri Magnússon 2015 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir 2016 Dagbjartur Sigurbrandsson 2017 Böðvar Bragi Pálsson 2018 Elvar Már Kristinsson 2019 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 2020 Tómas Eiríksson Hjaltested 2021 Helga Signý Pálsdóttir 2022 Perla Sól Sigurbrandsdóttir I KYLFINGUR I 101

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==