KYLFINGUR 2022
I KYLFINGUR I 11 Golfsamband Íslands hefur valið kylf inga ársins 2021 og er þeir þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Þetta er því í 24. skiptið þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylf ingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Guðrún Brá hlýtur viðurkenninguna í annað sinn núna í ár og er þetta í þriðja sinn sem Haraldur Franklín hlýtur viðurkenningu sem kylfingur ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karla flokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þór unn Kristinsdóttir er sú sem oftast hef ur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum. Kylfingur óskar þeim Guðrúnu Brá og Haraldi Franklin Magnús innilega til hamingju með viðurkenninguna. Haraldur Franklín og Guðrún Brá valin kylfingar ársins 2021 Mynd /seth@golf.is Ragnhildur kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky Ragnhildur Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky háskólans í Bandaríkjunum. Greint var frá kjörinu 5. maí sl. á uppskeruhátíð skólans fyrir tímabilið 2021-2022. Alls voru veitt 15 verðlaun á hátíðinni og fékk golflið skólans viðurkenningu sem lið ársins og þjálfari Ragnhildar í kvennagolfliðinu, Mandy Moore, var valin þjálfari ársins. Ragnhildur er í framhaldsnámi í EKU en hún er á fimmta ári sínu sem leikmaður liðsins. Ragnhildur fékk þær frábæru fréttir skömmu síðar að hún væri í hópi þeirra 36 keppenda sem valdir voru til þess að spila í svæðiskeppninni (Regionals). Leikmennirnir sem valdir voru koma allir frá skólaliðum sem komust ekki með lið sín í svæðiskeppnina (Regionals). Ragnhildur mun keppa í einstaklingskeppninni á því móti sem fram fer 9. til 11. maí. Ragnhildur lék mjög vel á tímabilinu og er í sæti nr. 203 á landsvísu í kvennaflokki í háskólagolfinu – og sá árangur tryggði henni keppnisrétt á svæðismótinu. Við óskum okkar konu innilega til hamingju með kjörið!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==